ÍBV vann fyrri leik liðanna í gær með sex marka mun, 41-35, og þeir hleyptu gestunum aldrei fram úr sér í leiknum í Vestmannaeyjum í dag.
Staðan í leikhléi var 16-16 en ÍBV vann að lokum eins marks sigur, 33-32, og vinna því einvígið samanlagt með sjö mörkum.
Líkt og í gær var Rúnar Kárason markahæstur Eyjamanna en hann skoraði sex mörk í dag.
ÍBV mætir úkraínska liðinu Donbas Donetsk í næstu umferð og fara leikirnir fram í kringum mánaðarmótin október-nóvember.