Elísabet verður jarðsungin 19. september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:15 Elísabet verður borin til grafar 19. september næstkomandi. getty Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira