Elísabet verður jarðsungin 19. september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:15 Elísabet verður borin til grafar 19. september næstkomandi. getty Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira