Lýsa yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 14:06 Yfirlýsingin er sú þriðja sem ríkisstjórinn Kathy Hochul gefur út á þessu ári, áður vegna kórónuveirunnar og síðar apabólunnar. Getty/Platt Ríkisstjórinn í New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á útbreiðslu lömunarveiki, sem einnig er þekkt sem mænusótt, í fylkinu. Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segja að úrgangssýni í New York og fjórum aðliggjandi sýslum hafi mælst jákvæð. Þrátt fyrir að aðeins eitt tilfelli hafi greinst hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi, enda hefur lömunarveiki ekki greinst í Bandaríkjunum í tæpan áratug. Árið 2013 greindist óbólusettur maður með lömunarveiki og lamaðist í kjölfarið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu því yfir árið 1979 að þeim hafi tekist að útrýma lömunarveiki í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í New York segja þó að bólusetningarhlutfall sé of lágt sums staðar í ríkinu sem skapi hættu. Stefnt verði að því að koma bólusetningarhlutfalli úr 79 prósentum upp í 90 prósent. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að engin lækning sé til við lömunarveiki. Hana sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu. „Við getum ekki tekið sénsinn þegar það kemur að lömunarveiki. Ef þú eða barnið þitt eruð óbólusett er raunveruleg hætta til staðar. Fyrir hvert einasta tilfelli af lömunarveiki sem greinist geta miklu fleiri verið smitaðir,“ sagði Dr. Mary Bassett yfirmaður heilbrigðissviðs New-York-ríkis í yfirlýsingu. Á vef Landlæknis er lömunarveiki lýst með þessum hætti: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fundu mænusótt í skólpi í New York Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. 12. ágúst 2022 15:20