Formaður danska Íhaldsflokksins uppvís að ítrekuðum ósannindum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2022 14:31 Søren Pape Poulsen ásamt eiginmanni sínum Josue Medina Vasquez Poulsen. Ole Jensen/GettyImages Formaður og forsætisráðherraefni danska Íhaldsflokksins hefur verið staðinn að ítrekuðum ósannindum um eiginmann sinn. Hann viðurkennir ósannindin og lofar því að segja satt í framtíðinni. Forsætisráðherra efni íhaldsmanna Søren Pape Poulsen hefur verið formaður danska Íhaldsflokksins í 8 ár, síðan 2014. Hann var dómsmálaráðherra frá 2016 til 2019 og hann er forsætisráðherraefni flokksins í þingkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Það sem meira er, Íhaldsmenn eru bjartsýnir á að koma höndum sínum yfir forsætisráðherrastólinn að nýju á næsta ári, en íhaldsmaður hefur ekki gegnt því embætti í Danmörku síðan Poul Schlüter lét af embætti fyrir hartnær 30 árum, árið 1993. Sagði eiginmann sinn vera frænda forsetans En nú er komið babb í bátinn. Søren Pape hefur nefnilega verið staðinn að ítrekuðum lygum á opinberum vettvangi. Eiginmaður Sørens er frá Dóminíska lýðveldinu og þegar þeir kynntust og komu fyrst fram opinberlega, árið 2014, þá hélt Søren því fram staffírugur og rogginn að verðandi maki hans væri frændi þáverandi forseta Dóminíska lýðveldisins, Danilo Medina. Fyrir tveimur árum stýrði Søren fundi með leiðtogum gyðingasamfélagsins í Danmörku þar sem umræðuefnið var vaxandi gyðingahatur og hvernig bæri að bregðast við því. Søren hóf fundinn á því að segja að málið stæði honum afar nærri, því eiginmaður hans væri gyðingur. Og það sem meira væri, hann hefði sótt guðsþjónustur gyðinga vikulega frá blautu barnsbeini með fjölskyldu sinni í heimalandi sínu. Flett ofan af Søren Danska dagblaðið Ekstra Bladet hefur nú upplýst að þetta er allt saman haugalygi. Eiginmaðurinn, Josue Medina Vasquez Poulsen, er uppalinn í söfnuði Sjöunda dags aðventista, sem foreldrar hans stofnuðu, og fjarri því að vera gyðingur. Þá er hann með öllu óskyldur fyrrverandi forseta landsins. Fyrir fjórum árum fór Søren Pape í frí með eiginmanni sínum til Dóminíska lýðveldisins. Hann gegndi þá embætti dómsmálaráðherra. Í fríinu fundaði hann með forseta landsins, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og það voru birtar myndir af honum í þarlendum dagblöðum með ráðherrunum, ásamt manni sem var titlaður aðstoðaríþróttamálaráðherra Danmerkur. Embætti sem er ekki til, enda er maðurinn bara vinur Sørens. Søren var með öllu óheimilt að funda með þessum mönnum, þar sem hann ferðaðist í einkaerindum og fóru fundirnir fram án vitneskju danskra stjórnvalda. Biðst afsökunar en kennir eiginmanninum um Søren baðst afsökunar á þessu öllu í gær í yfirlýsingu sem hann setti á Facebook. Hann kennir eiginmanni sínum um að hafa sagt sér ósatt og biðst afsökunar á fundunum með ráðamönnum Dóminíska lýðveldisins. Og hann lofar því að segja ekki ósatt í framtíðinni. Viðbrögðin hafa verið hörð, mjög margir segja honum til syndanna á Facebook og danskir fréttaskýrendur telja að möguleikar hans á að verða forsætisráðherra landsins hafi dvínað verulega. Óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann var borgarstjóri Dönsk dagblöð hafa í tengslum við þessar uppljóstranir rifjað upp eitt og annað frá þeim tíma þegar Søren var borgarstjóri í Viborg á Jótlandi. Þá bauð hann m.a. verðandi eiginmanni sínum út að borða og lét sveitarfélagið borga reikninginn. Þegar upp komst, þá greiddi hann reikninginn úr eigin vasa, orðalaust. Þá gerði Ríkisendurskoðun Danmerkur alvarlega athugasemd við samning sem sveitarfélagið gerði við fótboltafélagið Viborg. Klúbburinn keypti réttinn til að kalla fótboltaleikvang bæjarins „Viborg leikvangurinn“ og greiddi fyrir það 50.000 danskar krónur á ári í fimm ár. Ári síðar keypti sveitarfélagið svo nafnaréttinn af Viborg fótboltafélaginu fyrir 3 milljónir króna. Ríkisendurskoðun telur þetta vera lóðrétta peningagjöf til félagsins sem sé ólöglegt með öllu. Málið hafði engar pólitískar afleiðingar fyrir Søren Pape Poulsen. Danmörk Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Forsætisráðherra efni íhaldsmanna Søren Pape Poulsen hefur verið formaður danska Íhaldsflokksins í 8 ár, síðan 2014. Hann var dómsmálaráðherra frá 2016 til 2019 og hann er forsætisráðherraefni flokksins í þingkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Það sem meira er, Íhaldsmenn eru bjartsýnir á að koma höndum sínum yfir forsætisráðherrastólinn að nýju á næsta ári, en íhaldsmaður hefur ekki gegnt því embætti í Danmörku síðan Poul Schlüter lét af embætti fyrir hartnær 30 árum, árið 1993. Sagði eiginmann sinn vera frænda forsetans En nú er komið babb í bátinn. Søren Pape hefur nefnilega verið staðinn að ítrekuðum lygum á opinberum vettvangi. Eiginmaður Sørens er frá Dóminíska lýðveldinu og þegar þeir kynntust og komu fyrst fram opinberlega, árið 2014, þá hélt Søren því fram staffírugur og rogginn að verðandi maki hans væri frændi þáverandi forseta Dóminíska lýðveldisins, Danilo Medina. Fyrir tveimur árum stýrði Søren fundi með leiðtogum gyðingasamfélagsins í Danmörku þar sem umræðuefnið var vaxandi gyðingahatur og hvernig bæri að bregðast við því. Søren hóf fundinn á því að segja að málið stæði honum afar nærri, því eiginmaður hans væri gyðingur. Og það sem meira væri, hann hefði sótt guðsþjónustur gyðinga vikulega frá blautu barnsbeini með fjölskyldu sinni í heimalandi sínu. Flett ofan af Søren Danska dagblaðið Ekstra Bladet hefur nú upplýst að þetta er allt saman haugalygi. Eiginmaðurinn, Josue Medina Vasquez Poulsen, er uppalinn í söfnuði Sjöunda dags aðventista, sem foreldrar hans stofnuðu, og fjarri því að vera gyðingur. Þá er hann með öllu óskyldur fyrrverandi forseta landsins. Fyrir fjórum árum fór Søren Pape í frí með eiginmanni sínum til Dóminíska lýðveldisins. Hann gegndi þá embætti dómsmálaráðherra. Í fríinu fundaði hann með forseta landsins, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og það voru birtar myndir af honum í þarlendum dagblöðum með ráðherrunum, ásamt manni sem var titlaður aðstoðaríþróttamálaráðherra Danmerkur. Embætti sem er ekki til, enda er maðurinn bara vinur Sørens. Søren var með öllu óheimilt að funda með þessum mönnum, þar sem hann ferðaðist í einkaerindum og fóru fundirnir fram án vitneskju danskra stjórnvalda. Biðst afsökunar en kennir eiginmanninum um Søren baðst afsökunar á þessu öllu í gær í yfirlýsingu sem hann setti á Facebook. Hann kennir eiginmanni sínum um að hafa sagt sér ósatt og biðst afsökunar á fundunum með ráðamönnum Dóminíska lýðveldisins. Og hann lofar því að segja ekki ósatt í framtíðinni. Viðbrögðin hafa verið hörð, mjög margir segja honum til syndanna á Facebook og danskir fréttaskýrendur telja að möguleikar hans á að verða forsætisráðherra landsins hafi dvínað verulega. Óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann var borgarstjóri Dönsk dagblöð hafa í tengslum við þessar uppljóstranir rifjað upp eitt og annað frá þeim tíma þegar Søren var borgarstjóri í Viborg á Jótlandi. Þá bauð hann m.a. verðandi eiginmanni sínum út að borða og lét sveitarfélagið borga reikninginn. Þegar upp komst, þá greiddi hann reikninginn úr eigin vasa, orðalaust. Þá gerði Ríkisendurskoðun Danmerkur alvarlega athugasemd við samning sem sveitarfélagið gerði við fótboltafélagið Viborg. Klúbburinn keypti réttinn til að kalla fótboltaleikvang bæjarins „Viborg leikvangurinn“ og greiddi fyrir það 50.000 danskar krónur á ári í fimm ár. Ári síðar keypti sveitarfélagið svo nafnaréttinn af Viborg fótboltafélaginu fyrir 3 milljónir króna. Ríkisendurskoðun telur þetta vera lóðrétta peningagjöf til félagsins sem sé ólöglegt með öllu. Málið hafði engar pólitískar afleiðingar fyrir Søren Pape Poulsen.
Danmörk Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira