Á götunni eftir altjón í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 20:30 Erla Kristjánsdóttir missti allt sitt þegar félagsleg íbúð sem hún hefur leigt af Hafnarfjarðarbæ brann til kaldra kola. Hún gagnrýnir úrræðaleysi sveitarfélagsins í málinu en hún hafi ekki fengið neina aðstoð þaðan. Sárasti missirinn sé þó af kisunni Óliver sem hún telur að hefði mátt bjarga. Vísir/Sigurjón Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229 Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229
Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47