Konungshjónin mættu til hallarinnar eftir að hafa komið með flugvél frá Aberdeen í Skotlandi, en þau höfðu varið nóttinni í Balmoral-kastala þar sem Elísabet II Bretadrottning lést síðdegis í gær.
Karl og Kamilla virtu fyrir sér blómahafið við höllina og tóku í höndina á fjölda fólks sem hafði þar safnast saman. Heyrðist í einhverjum hrópa „Lengi lifi konungurinn!“
Sjá má myndband af komu konungs og eiginkonu hans og þar sem þau heilsa upp á fólk fyrir utan Buckingham-höll í myndbandinu að neðan.
Karl mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur klukkan 17 í dag.



