Sorgin fest á filmu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2022 21:48 Víða um Bretland má sjá stór skilti undirlögð af myndum og virðingarvottum við drottninguna. Þetta skilti er í Lundúnum, höfuðborg Englands. AP/Alberto Pezzali Breska þjóðin syrgir nú Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést síðdegis í dag. Elísabet var þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Breta, og ríkti í rúm 70 ár. Sonur hennar, Karl III Bretakonungur, er tekinn við krúnunni. Fjöldi fólks hefur vottað drottningunni virðingu sína í dag, víðs vegar um Bretland og raunar um allan heim. Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem fanga vel þá sorg sem ríkir í Bretlandi, og víðar, vegna fráfalls drottningarinnar. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum í kvöld, til að votta drottningunni virðingu sína.Frank Augstein/AP Við Windsor-kastala hefur fjöldi fólks komið saman, rétt eins og við Buckingham-höll. Við Balmoral-kastala í Skotlandi, þar sem drottningin varði síðustu andartökum ævi sinnar.Andrew Milligan/PA via AP Fjöldi fólks á öllum aldri hefur vottað virðingu sína við drottninguna eftir að fregnir bárust af andláti hennar. Hér má sjá ungt barn koma með rósir til að leggja að hliði Hillsborough-kastala.Charles McQuillan/Getty „Takk, frú, fyrir allt sem þú hefur gert í gegnum 70 ár. Heilsaðu upp á Filippus. Við munum hittast aftur. Ástarkveðjur, Danielle og Jake.“Joe Giddens/PA Images via Getty „Ég þekki ekki heim án þín, en nú er kominn tími til að hvílast,“ segir á skilaboðum með blómvendi sem var skilinn eftir fyrir utan Sandringham-höll í Norfolk í Englandi.Joe Giddens/PA Images via Getty Þessum skilaboðum var komið fyrir á girðingunni fyrir utan Buckingham-höll eftir að tilkynnt var um andlát drottningarinnar. Þar segir að Karl III Bretlandskonungur og Kamilla eiginkona hans verði áfram í Balmoral þar til á morgun, en þá halda þau til Lundúna.AP/Frank Augstein Stuðningsmenn og leikmenn í leik Lazio frá Ítalíu og Feyenoord frá Hollandi héldu mínútuþögn til heiðurs drottningunni, á Ólympíuleikvanginum í Róm.Giampiero Sposito/Getty Þá var haldin mínútuþögn til heiðurs drottningunnu á London-leikvanginum, þegar West Ham og Steua Búkarest mættust.AP/Ian Walton Bandarískir aðdáendur drottningarinnar í New York réðu ekki við tilfinningar sínar eftir að fregnirnar bárust.Alexi Rosenfeld/Getty Leik var hætt á PGA-mótinu í Wentworth vegna fráfalls drottningarinnar.Adam Davy/PA Images via Getty Bandaríski fáninn dreginn frá húni og honum flaggað í hálfa stöng ofan á þinghúsi Bandaríkjanna í Washingtonborg.AP/Jacquelyn Martin Andlit Elísabetar var sett upp á auglýsingaskilti við Times Square í New York-borg í Bandaríkjunum.Alexi Rosenfeld/Getty Maður leggur niður kerti fyrir utan breska sendiráðið í Prag í Tékklandi.EPA/MARTIN DIVISEK Við sendiráð Breta í Osló.EPA/Beate Oma Dahle Við breska sendiráðið í Berlín, Þýskalandi.EPA/Filip Singer Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. 8. september 2022 20:31 Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. 8. september 2022 19:53 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Fjöldi fólks hefur vottað drottningunni virðingu sína í dag, víðs vegar um Bretland og raunar um allan heim. Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem fanga vel þá sorg sem ríkir í Bretlandi, og víðar, vegna fráfalls drottningarinnar. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum í kvöld, til að votta drottningunni virðingu sína.Frank Augstein/AP Við Windsor-kastala hefur fjöldi fólks komið saman, rétt eins og við Buckingham-höll. Við Balmoral-kastala í Skotlandi, þar sem drottningin varði síðustu andartökum ævi sinnar.Andrew Milligan/PA via AP Fjöldi fólks á öllum aldri hefur vottað virðingu sína við drottninguna eftir að fregnir bárust af andláti hennar. Hér má sjá ungt barn koma með rósir til að leggja að hliði Hillsborough-kastala.Charles McQuillan/Getty „Takk, frú, fyrir allt sem þú hefur gert í gegnum 70 ár. Heilsaðu upp á Filippus. Við munum hittast aftur. Ástarkveðjur, Danielle og Jake.“Joe Giddens/PA Images via Getty „Ég þekki ekki heim án þín, en nú er kominn tími til að hvílast,“ segir á skilaboðum með blómvendi sem var skilinn eftir fyrir utan Sandringham-höll í Norfolk í Englandi.Joe Giddens/PA Images via Getty Þessum skilaboðum var komið fyrir á girðingunni fyrir utan Buckingham-höll eftir að tilkynnt var um andlát drottningarinnar. Þar segir að Karl III Bretlandskonungur og Kamilla eiginkona hans verði áfram í Balmoral þar til á morgun, en þá halda þau til Lundúna.AP/Frank Augstein Stuðningsmenn og leikmenn í leik Lazio frá Ítalíu og Feyenoord frá Hollandi héldu mínútuþögn til heiðurs drottningunni, á Ólympíuleikvanginum í Róm.Giampiero Sposito/Getty Þá var haldin mínútuþögn til heiðurs drottningunnu á London-leikvanginum, þegar West Ham og Steua Búkarest mættust.AP/Ian Walton Bandarískir aðdáendur drottningarinnar í New York réðu ekki við tilfinningar sínar eftir að fregnirnar bárust.Alexi Rosenfeld/Getty Leik var hætt á PGA-mótinu í Wentworth vegna fráfalls drottningarinnar.Adam Davy/PA Images via Getty Bandaríski fáninn dreginn frá húni og honum flaggað í hálfa stöng ofan á þinghúsi Bandaríkjanna í Washingtonborg.AP/Jacquelyn Martin Andlit Elísabetar var sett upp á auglýsingaskilti við Times Square í New York-borg í Bandaríkjunum.Alexi Rosenfeld/Getty Maður leggur niður kerti fyrir utan breska sendiráðið í Prag í Tékklandi.EPA/MARTIN DIVISEK Við sendiráð Breta í Osló.EPA/Beate Oma Dahle Við breska sendiráðið í Berlín, Þýskalandi.EPA/Filip Singer
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. 8. september 2022 20:31 Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. 8. september 2022 19:53 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. 8. september 2022 20:31
Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. 8. september 2022 19:53
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent