Óvenjumörg sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 16:02 Tvær sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Óvenjulega mikið er að gera í sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Rekstrarstjóri flugþjónustu á vellinum man ekki eftir öðru eins. Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð. Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Flugvélar sem sinna sjúkraflugi innanlands lenda reglulega á vellinum. Flugfélagið Mýflug flaug 827 sinnum með sjúklinga árið 2021 sem var töluverð fjölgun á milli ára. En það eru ekki bara innlendir aðilar sem fljúga með sjúklinga. Hákon Einarsson, rekstrarstjóri ACE FBO, segir mikið að gera í sjúkraflutningum þessa vikuna hvað varðar flug erlendis frá. „Ég held það séu sex það sem af er þessari viku,“ segir Hákon. Um væri að ræða líffæraflutninga þar sem líffæri eru flutt úr nýlátnum einstaklingi til að nýtast öðrum. Auk þess væri nokkuð um að erlendir ferðamenn væru fluttir úr landi eftir að hafa slasað sig hér á landi. „Svo eru tvö börn sem þurftu að fara út í mjög mikilvægar aðgerðir erlendis.“ Hann rekur ekki minni til þess að hafa séð svona margar flugvélar á nokkrum dögum. „Yfir allt árið eru þetta kannski fimm vélar í mánuði,“ segir Hákon. Fjöldi einkaflugvéla á flugvellinum undanfarin ár, sérstaklega yfir sumartímann, hefur vakið mikla athygli. Mikil fjölgun hefur orðið í komum einkaflugvéla samhliða fjölgun ferðamanna almennt. Hákon segir gott að hafa í huga að það séu fleiri en ríkir erlendir glaumgosar sem nýti Reykjavíkurflugvöllinn. Nálægð flugvallarins við Landspítalann skipti miklu máli. „Hann er mikilvægur fyrir erlent sjúkraflug og skiptir máli að hafa sjúkrahúsið í bakgarðinum.“ Sjúkraflugið er mest megnis til Norðurlandanna og þá helst til Gautaborgar í Svíþjóð.
Reykjavíkurflugvöllur Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira