Einkavæðingu Vífilsstaða skotið á frest Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 7. september 2022 11:00 Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“. Engin skýring var gefin á þessari kúvendingu. Hvorki hvort enginn treysti sér til að einkareka Vífilsstaði, né hvort þessi tilraun hefði mætt mótspyrnu á stjórnarheimilinu. Þá var ekki fjallað um þá staðreynd að Sjúkratrygginar Íslands buðu alls ekki út þá starfsemi sem fram fer á Vífilsstöðum heldur annars konar þjónustu; rekstur líknardeildar og skammtíma- og hvíldardeildar fyrir roskið fólk. Hins vegar var því heitið þrívegis að auglýst yrði eftir starfsfólki til að fylla skarð þeirra fjölmörgu sem horfið hafa burt undanfarið, meðal annars vegna útboðsáformanna. Heilbrigðisráðherra tók svo af skarið og tjáði sig um þetta mál í Vísi í gær. Engin sinnaskipti ráðamanna, engin mótspyrna VG-flokksins í ríkisstjórn. Það bauð bara enginn í reksturinn! Og hin „fyrirsjáanlega framtíð“ nær aðeins fram yfir áramót! Það verður „ekkert úr þessu á þessu ári,“ en málið sé í biðstöðu, enda „um að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.“ Og ráðherra ítrekar: „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Auðvitað, auðvitað! „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi.“ Auðvitað er löngu tímabært að öldrunarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og óbreyttir strafsmenn sem árum saman hafa hjúkrað rosknum sjúklingum í sjúkrahúsi þjóðarinnar átti sig á þessum boðskap mr. McKinsey: Þið eigið ekki standa í þessu vafstri! Auðvitað eiga ættingjar og ástvinir þessara sjúklinga að átta sig á þessu líka. Reyndar segir heilbrigðisráðherra sjálfur í nýlegri grein um framtíð endurhæfingar að það sé „...skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar.“ Eiga sjúklingar á aldrinum 70-95 ára ekki rétt á þessu verkfæri, og öðrum, úr verkfærakistu ráðherrans (svo notað séu undarlegt myndmál hans sjálfs)? En til að hleypa þessu verkfæramáli af stokkunum hyggst ráðherra setja nefnd í málið; endurhæfingaráð! Ég vil ítreka það sem ég sagði í liðlega vikugamalli grein hér í Vísi: Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Ég vil gjarnan fá svör við þessu. Ekki útúrsnúninga og stjórnmálaskæting, ekki þokukennda "framtíðarsýn" og aðrar klisjur, enga verkfærakassa, heldur rökföst viti borin svör. Eitt sinn átti íslenska þjóðin aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka. Sameign er skammaryrði í hugum margra. Landspítalinn er sameign þjóðarinnar, hann eiga allir, ungir og aldnir. En blikur eru á lofti! Vei þeim valdsherrum sem reyna að tortíma honum! Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Garðabær Heilbrigðismál Eldri borgarar Kristófer Ingi Svavarsson Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“. Engin skýring var gefin á þessari kúvendingu. Hvorki hvort enginn treysti sér til að einkareka Vífilsstaði, né hvort þessi tilraun hefði mætt mótspyrnu á stjórnarheimilinu. Þá var ekki fjallað um þá staðreynd að Sjúkratrygginar Íslands buðu alls ekki út þá starfsemi sem fram fer á Vífilsstöðum heldur annars konar þjónustu; rekstur líknardeildar og skammtíma- og hvíldardeildar fyrir roskið fólk. Hins vegar var því heitið þrívegis að auglýst yrði eftir starfsfólki til að fylla skarð þeirra fjölmörgu sem horfið hafa burt undanfarið, meðal annars vegna útboðsáformanna. Heilbrigðisráðherra tók svo af skarið og tjáði sig um þetta mál í Vísi í gær. Engin sinnaskipti ráðamanna, engin mótspyrna VG-flokksins í ríkisstjórn. Það bauð bara enginn í reksturinn! Og hin „fyrirsjáanlega framtíð“ nær aðeins fram yfir áramót! Það verður „ekkert úr þessu á þessu ári,“ en málið sé í biðstöðu, enda „um að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.“ Og ráðherra ítrekar: „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Auðvitað, auðvitað! „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi.“ Auðvitað er löngu tímabært að öldrunarlæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og óbreyttir strafsmenn sem árum saman hafa hjúkrað rosknum sjúklingum í sjúkrahúsi þjóðarinnar átti sig á þessum boðskap mr. McKinsey: Þið eigið ekki standa í þessu vafstri! Auðvitað eiga ættingjar og ástvinir þessara sjúklinga að átta sig á þessu líka. Reyndar segir heilbrigðisráðherra sjálfur í nýlegri grein um framtíð endurhæfingar að það sé „...skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar.“ Eiga sjúklingar á aldrinum 70-95 ára ekki rétt á þessu verkfæri, og öðrum, úr verkfærakistu ráðherrans (svo notað séu undarlegt myndmál hans sjálfs)? En til að hleypa þessu verkfæramáli af stokkunum hyggst ráðherra setja nefnd í málið; endurhæfingaráð! Ég vil ítreka það sem ég sagði í liðlega vikugamalli grein hér í Vísi: Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Ég vil gjarnan fá svör við þessu. Ekki útúrsnúninga og stjórnmálaskæting, ekki þokukennda "framtíðarsýn" og aðrar klisjur, enga verkfærakassa, heldur rökföst viti borin svör. Eitt sinn átti íslenska þjóðin aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka. Sameign er skammaryrði í hugum margra. Landspítalinn er sameign þjóðarinnar, hann eiga allir, ungir og aldnir. En blikur eru á lofti! Vei þeim valdsherrum sem reyna að tortíma honum! Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun