Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2022 19:20 Mary Elizabeth Truss er þriðja konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Bretlandi. Hér er hún með Hugh O'Leary eiginmanni sínum við komuna í Downingstræti 10. AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. Eftir röð hneykslismála hrökklaðist Boris Johnson loks formlega frá völdum þegar ljóst var að loknu langdreginu leiðtogakjöri að Liz Truss utanríkisráðherra tæki við af honum. Að venju bar Johnson sig vel þegar hann kvaddi forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti 10 í morgun og sagði stjórn hans hafa áorkað miklu. Boris Johnson er einn af umdeildustu forsætisráðhertrum Bretlands. Hann var margsinnis staðinn að því að segja þingi og þjóð ósatt og varð að lokum að segja af sér. Hann lék þó á alsoddi þegar hann kvaddi samstarfsfólk sitt í Downingstræti í morgun.AP/Kirsty Wigglesworth „Og ég mun styðja Liz Truss og nýju ríkisstjórnina alla leið. Þakka ykkur kærlega fyrir. Þakka ykkur fyrir og verið þið sæl," sagði þessi einn umdeildasti forsætisráðherra Bretlands sem helst verður minnst fyrir að leiða Breta út úr Evrópusambandinu. Alla jafna hefði fráfarandi forsætisráðherra tekið skottúr í embættisbifreið sinni frá Downingstræti upp í Buckinghamhöll til fundar við Elísabetu II drottingu til að segja af sér. Á þessum árstíma dvelur drottningin hins vegar að venju í Balmoral kastala í Skotlandi og hin aldraða drottning treysti sér ekki til Lundúna í tilefni valdaskiptanna. Því varð Johnson að bregða undir sig betri fætinum og fljúga til Aberdeen til að ná fundum drottningar. Eftir að hann hafði tilkynnt afsögn sína gekk Mary Elizabeth Truss á fund nöfnu sinnar, fimmtándi forsætisráðherrann sem Elísabet II bauð að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Elizabeth II Bretlandsdrottning bauð nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss að mynda ríkisstjórn í hennar nafni. Hún er fimmtándi forsætisráðherrann frá því Elísabet II tók við krúnunni.AP/Jane Barlow Þegar formlegheitunum var lokið hélt þriðja konan til að gegna embætti forsætisráðherra í sögu Bretlands til Downingstrætis í Lundúnum. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra reifi stuttlega stefnu sín við dyr bústaðarins. Það helli ringdi hins vegar á meðan hún nálgaðist miðborg Lundúna og ræðupúlt hennar var flutt í skjól. Rétt áður en hún kom stytti aftur á móti upp og ræðupúltinu var snarlega komið á sinn stað á síðustu stundu. Rétt áður en Liz Truss kom frá Balmoral kastala í Downingstræti skall á hellirigning. Þingmenn og aðrir stuðningsmenn hennar óttuðust um tíma að Truss gæti ekki ávarpað mannfjöldan fyrir utan bústað forsætisráðherra eins og hefð er fyrir en rétt fyrir komu hennar stytti upp.AP/Frank Augstein „Við þurfum að leggja vegi, byggja heimili og leggja breiðband hraðar. Við þurfum meiri fjárfestingar og góð störf í öllum bæjum og borgum úti um allt land. Við verðum að létta byrðum af fjölskyldunum og hjálpa fólki að komast áfram í lífinu," sagði Truss. Og hét því að grípa strax í næstu viku til aðgerða til að lækka orkureikmninga almennings sem hefðu hækkað undanfarið vegna innrásar Putins í Úkraínu. Bretar stæðu nú í miklum andbyr vegna þessarar ömurlegu innrásar. Þrennt væri í forgangi hjá henni sem forsætisráðherra. „Í fyrsta lagi mun ég sjá til þess að koma atvinnulífunu af stað aftur. Ég er með djarfar áætlanir til að efla efnahagslífið með skattalækkunum og endurbótum," sagði Truss. Hún muni auk orkumálanna einnig einbeita sér að því að byggja upp heilbrigðiskerfið þannig að allir komist að hjá lækni sem þurfi þess. Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Eftir röð hneykslismála hrökklaðist Boris Johnson loks formlega frá völdum þegar ljóst var að loknu langdreginu leiðtogakjöri að Liz Truss utanríkisráðherra tæki við af honum. Að venju bar Johnson sig vel þegar hann kvaddi forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti 10 í morgun og sagði stjórn hans hafa áorkað miklu. Boris Johnson er einn af umdeildustu forsætisráðhertrum Bretlands. Hann var margsinnis staðinn að því að segja þingi og þjóð ósatt og varð að lokum að segja af sér. Hann lék þó á alsoddi þegar hann kvaddi samstarfsfólk sitt í Downingstræti í morgun.AP/Kirsty Wigglesworth „Og ég mun styðja Liz Truss og nýju ríkisstjórnina alla leið. Þakka ykkur kærlega fyrir. Þakka ykkur fyrir og verið þið sæl," sagði þessi einn umdeildasti forsætisráðherra Bretlands sem helst verður minnst fyrir að leiða Breta út úr Evrópusambandinu. Alla jafna hefði fráfarandi forsætisráðherra tekið skottúr í embættisbifreið sinni frá Downingstræti upp í Buckinghamhöll til fundar við Elísabetu II drottingu til að segja af sér. Á þessum árstíma dvelur drottningin hins vegar að venju í Balmoral kastala í Skotlandi og hin aldraða drottning treysti sér ekki til Lundúna í tilefni valdaskiptanna. Því varð Johnson að bregða undir sig betri fætinum og fljúga til Aberdeen til að ná fundum drottningar. Eftir að hann hafði tilkynnt afsögn sína gekk Mary Elizabeth Truss á fund nöfnu sinnar, fimmtándi forsætisráðherrann sem Elísabet II bauð að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Elizabeth II Bretlandsdrottning bauð nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss að mynda ríkisstjórn í hennar nafni. Hún er fimmtándi forsætisráðherrann frá því Elísabet II tók við krúnunni.AP/Jane Barlow Þegar formlegheitunum var lokið hélt þriðja konan til að gegna embætti forsætisráðherra í sögu Bretlands til Downingstrætis í Lundúnum. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra reifi stuttlega stefnu sín við dyr bústaðarins. Það helli ringdi hins vegar á meðan hún nálgaðist miðborg Lundúna og ræðupúlt hennar var flutt í skjól. Rétt áður en hún kom stytti aftur á móti upp og ræðupúltinu var snarlega komið á sinn stað á síðustu stundu. Rétt áður en Liz Truss kom frá Balmoral kastala í Downingstræti skall á hellirigning. Þingmenn og aðrir stuðningsmenn hennar óttuðust um tíma að Truss gæti ekki ávarpað mannfjöldan fyrir utan bústað forsætisráðherra eins og hefð er fyrir en rétt fyrir komu hennar stytti upp.AP/Frank Augstein „Við þurfum að leggja vegi, byggja heimili og leggja breiðband hraðar. Við þurfum meiri fjárfestingar og góð störf í öllum bæjum og borgum úti um allt land. Við verðum að létta byrðum af fjölskyldunum og hjálpa fólki að komast áfram í lífinu," sagði Truss. Og hét því að grípa strax í næstu viku til aðgerða til að lækka orkureikmninga almennings sem hefðu hækkað undanfarið vegna innrásar Putins í Úkraínu. Bretar stæðu nú í miklum andbyr vegna þessarar ömurlegu innrásar. Þrennt væri í forgangi hjá henni sem forsætisráðherra. „Í fyrsta lagi mun ég sjá til þess að koma atvinnulífunu af stað aftur. Ég er með djarfar áætlanir til að efla efnahagslífið með skattalækkunum og endurbótum," sagði Truss. Hún muni auk orkumálanna einnig einbeita sér að því að byggja upp heilbrigðiskerfið þannig að allir komist að hjá lækni sem þurfi þess.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39