Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 18:31 Meta hefur verið sektað áður vegna miðla sinna. Tony Avelar/Associated Press Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna. Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna.
Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira