Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2022 07:00 Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngstu dóttur sinni. Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. Árið 2020 var grunnskólanum í Staðahverfi, Kelduskóla, lokað og nú hefur foreldrum barna á leikskólanum í hverfinu, Bakka, verið tilkynnt um áform um að loka eigi leikskólanum. Tilkynnt var um þetta á fundi í gær þar sem foreldrar létu vita af óánægju sinni. Á fundinum voru stjórnendur leikskólans ásamt fagstjóra leikskólahluta í austurmiðstöð. Vilja reyna að bæta nýtingu Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hugmynd til að tækla þá staðreynd að nýting húsnæðisins sem Bakki notast við sé afar léleg. Pláss sé fyrir sextíu börn en einungis tuttugu börn eru á leikskólanum. „Miðað við þá stöðu sem við erum í varðandi nýtingu á húsnæði og biðlista og fleira þá erum við búin að vera að kanna alla möguleika til þess að auka nýtingu. Það kom upp sú hugmynd að þau börn sem eru að bíða eftir að komast inn á leikskóla í Vogabyggð myndu byrja hreinlega núna í haust og vera svona um það bil fram að áramótum í húsnæðinu,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. Leikskólinn Bakki er sá eini í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Foreldrarnir hafi komið því skýrt fram að þessi áform legðust ekki vel í þau og segir Helgi yfirvöld hlusta á mótrök foreldranna. Í gang séu komin áform um að bæði börn í Staðahverfi og Vogabyggð nýti húsnæðið fram að áramótum. „Erum við að sjá mögulega nýtingu á Bakka fyrir foreldra og fjölskyldur úr Grafarholti? Svo eru alltaf einhverjir sem vilja hefja rekstur á sjálfstætt starfandi leikskóla,“ segir Helgi. Foreldrar afar ósáttir Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Dan Þórisson, faðir barns á Bakka, að ástæðan fyrir lokuninni séu aðstæður sem stjórnendur leikskólans hafa skapað sjálfir. „Síðan börnin mín voru ung, í hvert sinn sem einhver sækir um pláss þarna eða fer á biðlista þá gera þau allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að þau fái pláss með því að segja: „Ég myndi ekki sækja um pláss hérna, það er alveg óvíst með framtíð leikskólans.“ Þau eru búin að segja þetta í að minnsta kosti tólf ár og reynt að telja fólk ofan af því að sækja um á þessum leikskóla,“ segir Ingólfur. Systir hans, Margrét Dan Þórisdóttir, tekur í sama streng en hún heyrði fyrst af þessari yfirvofandi lokun þegar hún var að skrá dóttur sína á leikskólann fyrir tólf árum. „Okkur grunar að þetta hafi verið einhver stefna að reyna að fækka börnum á leikskólanum með þessu móti til að hafa þá afsökun núna að það sé svo fámennt að það þurfi að loka honum. Það er tilfinning foreldranna,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. Ana Victoria Cate og Margrét ásamt syni þeirra Alexander. Ekki nærri því öll börn í hverfinu á leikskólanum Hún segir að árið 2019 hafi 66 börn verið í Staðahverfi en ekki nærri því öll á leikskólanum. Það að stjórnendur leikskólans tali fólk af því að skrá börnin sín sé líklegast ástæðan fyrir því. Margrét á þriggja ára strák sem er á Bakka. Þegar hún var að skrá hann fékk hún einnig þau skilaboð að framtíð leikskólans væri í óvissu. Mögulega yrði sonur hennar sá eini í hans árgangi á leikskólanum. „Við ákváðum að setja hann samt því við búum hérna við hliðina á og hann er alls ekki eina barnið í sínum árgangi á leikskólanum. En hversu mörg væru þau ef hún væri ekki að segja þetta við foreldra? Við vitum um mjög marga foreldra sem ákveða að senda börnin sín ekki þangað og keyra þau frekar á aðra leikskóla í Grafarvoginum. Þannig hefur börnunum fækkað hægt og rólega og núna eru þau það fá að þau geta réttlætt það að loka honum,“ segir Margrét. Alvarlegt að missa grunnþjónustu Hún segir málið vera grafalvarlegt fyrir framtíð hverfisins og að það sé afar slæmt að missa þessa grunnþjónustu. „Hvað verður þá um hverfið? Hvað verður um fjölskyldufólk sem er hérna, barnafjölskyldur, hvað verður um húsnæðið þeirra? Hvernig fer þetta? Hvað gerist fyrir hverfið ef við missum þessa grunnþjónustu úr því? Skólinn og leikskólinn eru hjarta hverfisins,“ segir Margrét. Ingólfur segir að þessi orð stjórnenda leikskólans séu ekki eina lygin sem upp hafi komið í kringum starfsemina. Tvennum sögum fari af því hvort hústökuleikskólafólkinu í Ráðhúsi í Reykjavíkur á dögunum hafi staðið pláss til boða á leikskólanum. „Eftir að hafa talað við nokkra sem stóðu fyrir hústökuleikskólanum þá sögðu þau: „Ha? Er laust pláss þarna? Ég hefði glöð tekið pláss þarna,“ en þau sögðu við okkur á fundinum að þau hefðu rætt við þá sem voru í mótmælunum en enginn þar hafi viljað taka plássið,“ segir Ingólfur. Mikið um félagslegt rof Börn þeirra beggja munu fá pláss á Hömrum sem er samstarfsleikskóli Bakka en er staðsettur í Víkurhverfi. Börnin munu að sögn foreldranna þurfa að upplifa mikið félagslegt rof ef leikskólanum verður lokað. Þau munu fá að vera á Bakka fram að áramótum og eftir það færast á Hamra. Þar byrja þau upp á nýtt í aðlögun og kynnast nýjum krökkum. Þegar leikskólagöngunni er lokið færast þau hins vegar í Engjaskóla á meðan önnur börn á Hömrum fara í Borgarskóla. Því þurfi þau að mynda félagsleg tengsl aftur upp á nýtt. „Við höfum ekki hugmynd hvað við eigum eiginlega að gera. Besta lausnin, ef við ákveðum ekki bara hreinlega að flytja úr hverfinu, er að setja hann inn á Engjaborg. Hann mun svo fara í Engjaskóla en það er mjög óvíst hvort við fáum pláss þar. Því hann mun eiga að fara inn á Hamra. En það er í allt öðru hverfi og hann er ekki að fara í skóla þar,“ segir Margrét. 1,7 kílómeter er á milli leikskólanna tveggja, tæplega tuttugu mínútna ganga. Engin svör um hvað gerist við Bakka Foreldrar hafa reynt að fá svör um hvað skuli gera við húsnæðið eftir áramót en það hefur reynst þeim afar erfitt. „Við vorum að reyna að fá fram hvað yrði um húsnæðið. Þau sögðu að það væri búið að vera að sýna áhugasömu fólki húsnæðið undanfarið. En þau vildu ekkert segja þegar við gengum á þau og spurðum hverjir það væru sem voru búin að skoða húsnæðið,“ segir Margrét. „Við fengum ekki hrein svör.“ Leikskólastjóri Hamra og Bakka vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Athugasemd: Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttar í samtali við fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að loka leikskólanum. Nánar er fjallað um málið hér. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Árið 2020 var grunnskólanum í Staðahverfi, Kelduskóla, lokað og nú hefur foreldrum barna á leikskólanum í hverfinu, Bakka, verið tilkynnt um áform um að loka eigi leikskólanum. Tilkynnt var um þetta á fundi í gær þar sem foreldrar létu vita af óánægju sinni. Á fundinum voru stjórnendur leikskólans ásamt fagstjóra leikskólahluta í austurmiðstöð. Vilja reyna að bæta nýtingu Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hugmynd til að tækla þá staðreynd að nýting húsnæðisins sem Bakki notast við sé afar léleg. Pláss sé fyrir sextíu börn en einungis tuttugu börn eru á leikskólanum. „Miðað við þá stöðu sem við erum í varðandi nýtingu á húsnæði og biðlista og fleira þá erum við búin að vera að kanna alla möguleika til þess að auka nýtingu. Það kom upp sú hugmynd að þau börn sem eru að bíða eftir að komast inn á leikskóla í Vogabyggð myndu byrja hreinlega núna í haust og vera svona um það bil fram að áramótum í húsnæðinu,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. Leikskólinn Bakki er sá eini í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Foreldrarnir hafi komið því skýrt fram að þessi áform legðust ekki vel í þau og segir Helgi yfirvöld hlusta á mótrök foreldranna. Í gang séu komin áform um að bæði börn í Staðahverfi og Vogabyggð nýti húsnæðið fram að áramótum. „Erum við að sjá mögulega nýtingu á Bakka fyrir foreldra og fjölskyldur úr Grafarholti? Svo eru alltaf einhverjir sem vilja hefja rekstur á sjálfstætt starfandi leikskóla,“ segir Helgi. Foreldrar afar ósáttir Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Dan Þórisson, faðir barns á Bakka, að ástæðan fyrir lokuninni séu aðstæður sem stjórnendur leikskólans hafa skapað sjálfir. „Síðan börnin mín voru ung, í hvert sinn sem einhver sækir um pláss þarna eða fer á biðlista þá gera þau allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að þau fái pláss með því að segja: „Ég myndi ekki sækja um pláss hérna, það er alveg óvíst með framtíð leikskólans.“ Þau eru búin að segja þetta í að minnsta kosti tólf ár og reynt að telja fólk ofan af því að sækja um á þessum leikskóla,“ segir Ingólfur. Systir hans, Margrét Dan Þórisdóttir, tekur í sama streng en hún heyrði fyrst af þessari yfirvofandi lokun þegar hún var að skrá dóttur sína á leikskólann fyrir tólf árum. „Okkur grunar að þetta hafi verið einhver stefna að reyna að fækka börnum á leikskólanum með þessu móti til að hafa þá afsökun núna að það sé svo fámennt að það þurfi að loka honum. Það er tilfinning foreldranna,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. Ana Victoria Cate og Margrét ásamt syni þeirra Alexander. Ekki nærri því öll börn í hverfinu á leikskólanum Hún segir að árið 2019 hafi 66 börn verið í Staðahverfi en ekki nærri því öll á leikskólanum. Það að stjórnendur leikskólans tali fólk af því að skrá börnin sín sé líklegast ástæðan fyrir því. Margrét á þriggja ára strák sem er á Bakka. Þegar hún var að skrá hann fékk hún einnig þau skilaboð að framtíð leikskólans væri í óvissu. Mögulega yrði sonur hennar sá eini í hans árgangi á leikskólanum. „Við ákváðum að setja hann samt því við búum hérna við hliðina á og hann er alls ekki eina barnið í sínum árgangi á leikskólanum. En hversu mörg væru þau ef hún væri ekki að segja þetta við foreldra? Við vitum um mjög marga foreldra sem ákveða að senda börnin sín ekki þangað og keyra þau frekar á aðra leikskóla í Grafarvoginum. Þannig hefur börnunum fækkað hægt og rólega og núna eru þau það fá að þau geta réttlætt það að loka honum,“ segir Margrét. Alvarlegt að missa grunnþjónustu Hún segir málið vera grafalvarlegt fyrir framtíð hverfisins og að það sé afar slæmt að missa þessa grunnþjónustu. „Hvað verður þá um hverfið? Hvað verður um fjölskyldufólk sem er hérna, barnafjölskyldur, hvað verður um húsnæðið þeirra? Hvernig fer þetta? Hvað gerist fyrir hverfið ef við missum þessa grunnþjónustu úr því? Skólinn og leikskólinn eru hjarta hverfisins,“ segir Margrét. Ingólfur segir að þessi orð stjórnenda leikskólans séu ekki eina lygin sem upp hafi komið í kringum starfsemina. Tvennum sögum fari af því hvort hústökuleikskólafólkinu í Ráðhúsi í Reykjavíkur á dögunum hafi staðið pláss til boða á leikskólanum. „Eftir að hafa talað við nokkra sem stóðu fyrir hústökuleikskólanum þá sögðu þau: „Ha? Er laust pláss þarna? Ég hefði glöð tekið pláss þarna,“ en þau sögðu við okkur á fundinum að þau hefðu rætt við þá sem voru í mótmælunum en enginn þar hafi viljað taka plássið,“ segir Ingólfur. Mikið um félagslegt rof Börn þeirra beggja munu fá pláss á Hömrum sem er samstarfsleikskóli Bakka en er staðsettur í Víkurhverfi. Börnin munu að sögn foreldranna þurfa að upplifa mikið félagslegt rof ef leikskólanum verður lokað. Þau munu fá að vera á Bakka fram að áramótum og eftir það færast á Hamra. Þar byrja þau upp á nýtt í aðlögun og kynnast nýjum krökkum. Þegar leikskólagöngunni er lokið færast þau hins vegar í Engjaskóla á meðan önnur börn á Hömrum fara í Borgarskóla. Því þurfi þau að mynda félagsleg tengsl aftur upp á nýtt. „Við höfum ekki hugmynd hvað við eigum eiginlega að gera. Besta lausnin, ef við ákveðum ekki bara hreinlega að flytja úr hverfinu, er að setja hann inn á Engjaborg. Hann mun svo fara í Engjaskóla en það er mjög óvíst hvort við fáum pláss þar. Því hann mun eiga að fara inn á Hamra. En það er í allt öðru hverfi og hann er ekki að fara í skóla þar,“ segir Margrét. 1,7 kílómeter er á milli leikskólanna tveggja, tæplega tuttugu mínútna ganga. Engin svör um hvað gerist við Bakka Foreldrar hafa reynt að fá svör um hvað skuli gera við húsnæðið eftir áramót en það hefur reynst þeim afar erfitt. „Við vorum að reyna að fá fram hvað yrði um húsnæðið. Þau sögðu að það væri búið að vera að sýna áhugasömu fólki húsnæðið undanfarið. En þau vildu ekkert segja þegar við gengum á þau og spurðum hverjir það væru sem voru búin að skoða húsnæðið,“ segir Margrét. „Við fengum ekki hrein svör.“ Leikskólastjóri Hamra og Bakka vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Athugasemd: Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttar í samtali við fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að loka leikskólanum. Nánar er fjallað um málið hér.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira