Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. ágúst 2022 22:15 Mávar á flugi. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. Fréttastofa fjallaði fyrr í mánuðinum um ónæðið sem mávar eru sagðir valda íbúum Sjálands í Garðabæ. Bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson sagði bæinn vilja fá leyfi frá Náttúrufræðistofnun til þess að fækka sílamávum á svæðinu með því að stinga á egg þeirra. Í kjölfarið lýsti Dagur B. Eggertsson því yfir í samtali við fréttastofu að það sé ekki á dagskrá hjá borginni að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. Nú lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu á fundi borgarráðs þann 25. ágúst síðastliðinn sem hvetur til aðgerða vegna máva við Reykjavíkurtjörn. Tillagan er eftirfarandi. „Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að gripið verði til virkra aðgerða gegn vargfugli í Reykjavík. Meðal annars verði gripið til hertra aðgerða gegn mávi við Tjörnina og til að stemma stigu við mávavarpi í eyjum á Kollafirði.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna sendi frá sér pistil á Facebook fyrr í dag þar sem hún lýsir yfir óánægju sinni vegna tillögu Sjálfstæðisflokksins. Líf spyr hvað gefi Sjálfstæðisflokknum „skilgreiningarvaldið á því hvort mávar séu meiri pest en aðrir fuglar og önnur dýr? Hafa þeir ekki kynnt sér stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni?“ Hún veltir einnig vöngum yfir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samráð við Náttúrufræðistofnun eða sérfræðinga. Margar tegundir fugla séu á válista Náttúrufræðistofnunnar, þar á meðal hvítmávar, dvergmávar og silfurmávar. „Eins fer nokkrum stofnum máva hnignandi því þeir eru drepnir vegna meints tjóns eins og svartbakur og hvítmávur. Stormmávar og dvergmávar eru friðaðar tegundir og hettumávar og hvítmávar eru friðaðir á varptíma. Hins vegar er sílamávar, silfurmávar og svartbakur ekki friðaðir en svartbaki hefur fækkað mest. Rannsókna og jafnvel endurmats er þörf,“ skrifar Líf. Pistil Lífar í heild sinni má sjá hér að neðan. Reykjavíkurborg er hafnarborg. Mávar og aðrir sjófuglar eru náttúrulegir íbúar í hafnarborgum en hafa hins vegar í seinni tíð verið að færa sig í borgir sem eru fjarri sjó. Þar hafa þeir fundið skjól og æti enda er náttúran og lífríkið að breytast vegna loftslagsbreytinga. Ég held að flestir mávar vilji vera í sínu náttúrulega umhverfi frekar en að hafast við á torgum inni í landi í leit að skyndibita en það virðist vera þróunin víða um heim. Nú hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík enn og aftur lýst yfir stríði við máva og ætla að leita leiða til að fækka þeim með því að drepa þá og ungana þeirra. Hvað gefur þeim skilgreiningarvaldið á því hvort mávar séu meiri pest en aðrir fuglar og önnur dýr? Hafa þeir ekki kynnt sér stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni? Og eins má spyrja sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samráð við Náttúrufræðisstofnun Íslands eða Gunnar Þór Hallgrímsson hjá HÍ sem hefur rannsakað sílamáva manna mest en það er sú tegund sem er hvað mest í þéttbýli. Margar tegundir fugla eru á válista Náttúrufræðistofnunar og þar á meðal nokkrar tegundir máva. Hvítmávar eru í hættu, dvergmávar eru í nokkurri hættu og í yfirvofandi hættu eru silfurmávar. Eins fer nokkrum stofnum máva hnignandi því þeir eru drepnir vegna meints tjóns eins og svartbakur og hvítmávur. Stormmávar og dvergmávar eru friðaðar tegundir og hettumávar og hvítmávar eru friðaðir á varptíma. Hins vegar er sílamávar, silfurmávar og svartbakur ekki friðaðir en svartbaki hefur fækkað mest. Rannsókna og jafnvel endurmats er þörf. Það er sorglegt að tegundum lífvera fækki í heiminum og séu að hverfa en sorglegast er þegar misviturt mannfólk ætlar að sjá til þess að það gerist hraðar en ella, með athöfnum sínum og tómlæti gagnvart hinum lifandi heimi og náttúru. Ég hvet kjörna fulltrúa til þess að kolfella þessa tillögu Sjálfstæðismanna í hafnarborginni Reykjavík og að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Dýr Garðabær Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Borgarstjórn Fuglar Tengdar fréttir Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. 10. ágúst 2022 21:00 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Fréttastofa fjallaði fyrr í mánuðinum um ónæðið sem mávar eru sagðir valda íbúum Sjálands í Garðabæ. Bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson sagði bæinn vilja fá leyfi frá Náttúrufræðistofnun til þess að fækka sílamávum á svæðinu með því að stinga á egg þeirra. Í kjölfarið lýsti Dagur B. Eggertsson því yfir í samtali við fréttastofu að það sé ekki á dagskrá hjá borginni að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. Nú lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu á fundi borgarráðs þann 25. ágúst síðastliðinn sem hvetur til aðgerða vegna máva við Reykjavíkurtjörn. Tillagan er eftirfarandi. „Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að gripið verði til virkra aðgerða gegn vargfugli í Reykjavík. Meðal annars verði gripið til hertra aðgerða gegn mávi við Tjörnina og til að stemma stigu við mávavarpi í eyjum á Kollafirði.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna sendi frá sér pistil á Facebook fyrr í dag þar sem hún lýsir yfir óánægju sinni vegna tillögu Sjálfstæðisflokksins. Líf spyr hvað gefi Sjálfstæðisflokknum „skilgreiningarvaldið á því hvort mávar séu meiri pest en aðrir fuglar og önnur dýr? Hafa þeir ekki kynnt sér stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni?“ Hún veltir einnig vöngum yfir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samráð við Náttúrufræðistofnun eða sérfræðinga. Margar tegundir fugla séu á válista Náttúrufræðistofnunnar, þar á meðal hvítmávar, dvergmávar og silfurmávar. „Eins fer nokkrum stofnum máva hnignandi því þeir eru drepnir vegna meints tjóns eins og svartbakur og hvítmávur. Stormmávar og dvergmávar eru friðaðar tegundir og hettumávar og hvítmávar eru friðaðir á varptíma. Hins vegar er sílamávar, silfurmávar og svartbakur ekki friðaðir en svartbaki hefur fækkað mest. Rannsókna og jafnvel endurmats er þörf,“ skrifar Líf. Pistil Lífar í heild sinni má sjá hér að neðan. Reykjavíkurborg er hafnarborg. Mávar og aðrir sjófuglar eru náttúrulegir íbúar í hafnarborgum en hafa hins vegar í seinni tíð verið að færa sig í borgir sem eru fjarri sjó. Þar hafa þeir fundið skjól og æti enda er náttúran og lífríkið að breytast vegna loftslagsbreytinga. Ég held að flestir mávar vilji vera í sínu náttúrulega umhverfi frekar en að hafast við á torgum inni í landi í leit að skyndibita en það virðist vera þróunin víða um heim. Nú hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík enn og aftur lýst yfir stríði við máva og ætla að leita leiða til að fækka þeim með því að drepa þá og ungana þeirra. Hvað gefur þeim skilgreiningarvaldið á því hvort mávar séu meiri pest en aðrir fuglar og önnur dýr? Hafa þeir ekki kynnt sér stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni? Og eins má spyrja sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samráð við Náttúrufræðisstofnun Íslands eða Gunnar Þór Hallgrímsson hjá HÍ sem hefur rannsakað sílamáva manna mest en það er sú tegund sem er hvað mest í þéttbýli. Margar tegundir fugla eru á válista Náttúrufræðistofnunar og þar á meðal nokkrar tegundir máva. Hvítmávar eru í hættu, dvergmávar eru í nokkurri hættu og í yfirvofandi hættu eru silfurmávar. Eins fer nokkrum stofnum máva hnignandi því þeir eru drepnir vegna meints tjóns eins og svartbakur og hvítmávur. Stormmávar og dvergmávar eru friðaðar tegundir og hettumávar og hvítmávar eru friðaðir á varptíma. Hins vegar er sílamávar, silfurmávar og svartbakur ekki friðaðir en svartbaki hefur fækkað mest. Rannsókna og jafnvel endurmats er þörf. Það er sorglegt að tegundum lífvera fækki í heiminum og séu að hverfa en sorglegast er þegar misviturt mannfólk ætlar að sjá til þess að það gerist hraðar en ella, með athöfnum sínum og tómlæti gagnvart hinum lifandi heimi og náttúru. Ég hvet kjörna fulltrúa til þess að kolfella þessa tillögu Sjálfstæðismanna í hafnarborginni Reykjavík og að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.
Reykjavíkurborg er hafnarborg. Mávar og aðrir sjófuglar eru náttúrulegir íbúar í hafnarborgum en hafa hins vegar í seinni tíð verið að færa sig í borgir sem eru fjarri sjó. Þar hafa þeir fundið skjól og æti enda er náttúran og lífríkið að breytast vegna loftslagsbreytinga. Ég held að flestir mávar vilji vera í sínu náttúrulega umhverfi frekar en að hafast við á torgum inni í landi í leit að skyndibita en það virðist vera þróunin víða um heim. Nú hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík enn og aftur lýst yfir stríði við máva og ætla að leita leiða til að fækka þeim með því að drepa þá og ungana þeirra. Hvað gefur þeim skilgreiningarvaldið á því hvort mávar séu meiri pest en aðrir fuglar og önnur dýr? Hafa þeir ekki kynnt sér stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni? Og eins má spyrja sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samráð við Náttúrufræðisstofnun Íslands eða Gunnar Þór Hallgrímsson hjá HÍ sem hefur rannsakað sílamáva manna mest en það er sú tegund sem er hvað mest í þéttbýli. Margar tegundir fugla eru á válista Náttúrufræðistofnunar og þar á meðal nokkrar tegundir máva. Hvítmávar eru í hættu, dvergmávar eru í nokkurri hættu og í yfirvofandi hættu eru silfurmávar. Eins fer nokkrum stofnum máva hnignandi því þeir eru drepnir vegna meints tjóns eins og svartbakur og hvítmávur. Stormmávar og dvergmávar eru friðaðar tegundir og hettumávar og hvítmávar eru friðaðir á varptíma. Hins vegar er sílamávar, silfurmávar og svartbakur ekki friðaðir en svartbaki hefur fækkað mest. Rannsókna og jafnvel endurmats er þörf. Það er sorglegt að tegundum lífvera fækki í heiminum og séu að hverfa en sorglegast er þegar misviturt mannfólk ætlar að sjá til þess að það gerist hraðar en ella, með athöfnum sínum og tómlæti gagnvart hinum lifandi heimi og náttúru. Ég hvet kjörna fulltrúa til þess að kolfella þessa tillögu Sjálfstæðismanna í hafnarborginni Reykjavík og að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.
Dýr Garðabær Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Borgarstjórn Fuglar Tengdar fréttir Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. 10. ágúst 2022 21:00 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. 10. ágúst 2022 21:00
Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01
Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum