Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. ágúst 2022 23:02 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þau hafa komið ýmsum ábendingum á framfæri um hvernig megi lækka verð og ná þannig verðbólgunni hraðar niður. Vísir/Egill Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður. Verðbólga síðastliðna tólf mánuði mældist 9,7 prósent í ágúst og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða eftir mikla aukningu það sem af er ári. Verðbólga án húsnæðis minnkaði sömuleiðis milli mánaða um 0,4 prósentustig og mælist nú 7,1 prósent. Þróun verðbólgu það sem af er ári. Þetta er í fyrsta sinn frá því í júní 2021 sem verðbólgan minnkar milli mælinga en margir höfðu spáð því að hún færi yfir tveggja stafa tölu í ágúst. Fasteignamarkaðurinn spilar enn stórt hlutverk en merki eru um viðsnúning þar og virðast skarpar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans farnar að bíta. „Það munar rosalega miklu ef að fasteignaverð er ekki að rífa upp verðbólguna. Verðbólgan er ekki bara tilkomin vegna fasteignamarkaðarins en ef það fer að hægja á honum þá mun það klárlega hjálpa varðandi verðbólguna,“ segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Íbúðum til sölu fjölgar nú hratt víða á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru til að mynda 1.013 íbúðir til sölu núna en þegar eftirspurnin var hvað mest í febrúar voru aðeins 437 íbúðir til sölu. Framboð íbúða. Þá seljast færri íbúðir yfir ásettu verði en áður, þó meira sé vissulega um slíkt en í venjulegu árferði. Allt virðist þó benda til að markaðurinn muni halda áfram að kólna. „Við sjáum fram á að fasteignamarkaðurinn sé að fara að sigla inn í bara eðlilegra árferði, með hóflegri hækkunum og það verður ekki þessi æsingur lengur,“ segir Kári. „Það er mjög jákvæð þróun og það bara sýnir sig skýrt að peningastefna Seðlabankans er að virka,“ segir hann enn fremur. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.Vísir/Egill Ekki hlustað á tillögur sem gætu lækkað verð Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir þó á að ýmislegt sé hægt að gera. Hægt væri að breyta kerfinu í kringum útboðsgjald vegna tollkvóta, sem hefur leitt til mikilla hækkana á matvörum Aðrir þættir spila þó einnig hlutverk í verðbólgunni þar sem verð hefur hækkað á mörgum vörum, sem bætist ofan á hækkandi lánakostnað og annað. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir á að hægt sé að bregðast við með ýmsum hætti. Nú síðast bentu Félag atvinnurekenda á að útboðsgjald, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla, hafi hækkað mikið sem bæti í verðbólguna. Breytingar á útboðsgjaldi sem innflytjendur þurfa að greiða. Frá síðustu breytingu í apríl hefur til að mynda gjaldið fyrir hvert kíló af nautakjöti hækkað um 204 krónur, 179 krónur fyrir svínakjöt, 94 krónur fyrir alifuglakjöt og 133 krónur fyrir lífrænt alifuglakjöt. Sá kostnaður bætist síðan ofan á verð í verslunum sem hækkar matarkörfu neytenda. Ólafur segir að hægt sé að breyta kerfinu þannig að matarverð lækki og bendir einnig til að mynda á að hægt væri að leggja niður tolla á hlutum eins og frönskum kartöflum og blómum erlendis frá, sem verndi ekki neinn. Er það meðal fjölmargra tillagna sem þau hafa lagt til við stjórnvöld. „En við þessum tillögum fáum við engin svör og það virðist vera algjört áhugaleysi stjórnvalda að gera breytingar sem að gætu raunverulega lækkað verð og stuðlað að því að ná verðbólgunni hraðar niður,“ segir Ólafur. Nauðsynlegt sé að bregðast við verðbólgunni og þá dugi ekki aðeins stýrivaxtahækkanir. „Það er afskaplega margt sem til dæmis ríkisstjórnin og Alþingi gætu gert, það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann að glíma við verðbólguna,“ segir hann. Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Skattar og tollar Seðlabankinn Tengdar fréttir Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. 25. ágúst 2022 21:46 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 09:27 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Verðbólga síðastliðna tólf mánuði mældist 9,7 prósent í ágúst og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða eftir mikla aukningu það sem af er ári. Verðbólga án húsnæðis minnkaði sömuleiðis milli mánaða um 0,4 prósentustig og mælist nú 7,1 prósent. Þróun verðbólgu það sem af er ári. Þetta er í fyrsta sinn frá því í júní 2021 sem verðbólgan minnkar milli mælinga en margir höfðu spáð því að hún færi yfir tveggja stafa tölu í ágúst. Fasteignamarkaðurinn spilar enn stórt hlutverk en merki eru um viðsnúning þar og virðast skarpar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans farnar að bíta. „Það munar rosalega miklu ef að fasteignaverð er ekki að rífa upp verðbólguna. Verðbólgan er ekki bara tilkomin vegna fasteignamarkaðarins en ef það fer að hægja á honum þá mun það klárlega hjálpa varðandi verðbólguna,“ segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Íbúðum til sölu fjölgar nú hratt víða á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru til að mynda 1.013 íbúðir til sölu núna en þegar eftirspurnin var hvað mest í febrúar voru aðeins 437 íbúðir til sölu. Framboð íbúða. Þá seljast færri íbúðir yfir ásettu verði en áður, þó meira sé vissulega um slíkt en í venjulegu árferði. Allt virðist þó benda til að markaðurinn muni halda áfram að kólna. „Við sjáum fram á að fasteignamarkaðurinn sé að fara að sigla inn í bara eðlilegra árferði, með hóflegri hækkunum og það verður ekki þessi æsingur lengur,“ segir Kári. „Það er mjög jákvæð þróun og það bara sýnir sig skýrt að peningastefna Seðlabankans er að virka,“ segir hann enn fremur. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.Vísir/Egill Ekki hlustað á tillögur sem gætu lækkað verð Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir þó á að ýmislegt sé hægt að gera. Hægt væri að breyta kerfinu í kringum útboðsgjald vegna tollkvóta, sem hefur leitt til mikilla hækkana á matvörum Aðrir þættir spila þó einnig hlutverk í verðbólgunni þar sem verð hefur hækkað á mörgum vörum, sem bætist ofan á hækkandi lánakostnað og annað. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda bendir á að hægt sé að bregðast við með ýmsum hætti. Nú síðast bentu Félag atvinnurekenda á að útboðsgjald, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla, hafi hækkað mikið sem bæti í verðbólguna. Breytingar á útboðsgjaldi sem innflytjendur þurfa að greiða. Frá síðustu breytingu í apríl hefur til að mynda gjaldið fyrir hvert kíló af nautakjöti hækkað um 204 krónur, 179 krónur fyrir svínakjöt, 94 krónur fyrir alifuglakjöt og 133 krónur fyrir lífrænt alifuglakjöt. Sá kostnaður bætist síðan ofan á verð í verslunum sem hækkar matarkörfu neytenda. Ólafur segir að hægt sé að breyta kerfinu þannig að matarverð lækki og bendir einnig til að mynda á að hægt væri að leggja niður tolla á hlutum eins og frönskum kartöflum og blómum erlendis frá, sem verndi ekki neinn. Er það meðal fjölmargra tillagna sem þau hafa lagt til við stjórnvöld. „En við þessum tillögum fáum við engin svör og það virðist vera algjört áhugaleysi stjórnvalda að gera breytingar sem að gætu raunverulega lækkað verð og stuðlað að því að ná verðbólgunni hraðar niður,“ segir Ólafur. Nauðsynlegt sé að bregðast við verðbólgunni og þá dugi ekki aðeins stýrivaxtahækkanir. „Það er afskaplega margt sem til dæmis ríkisstjórnin og Alþingi gætu gert, það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann að glíma við verðbólguna,“ segir hann.
Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Skattar og tollar Seðlabankinn Tengdar fréttir Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. 25. ágúst 2022 21:46 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 09:27 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13
Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. 25. ágúst 2022 21:46
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17
Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 09:27
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent