Bíll ömmunnar leiddi lögreglu á slóð byssumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2022 15:59 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn sem grunaðir eru um skotárás við á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar skutu karlmann í lærið og konu í kviðinn. Konan var fyrrverandi kærasta annars hinna grunuðu. Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás. Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás.
Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum