Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 13:25 Friðrik Jónsson vill mæta tímanlega við samningaborðið. Tafir á samningum kosti launafólk. Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst. Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“ Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“
Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47