Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 13:25 Friðrik Jónsson vill mæta tímanlega við samningaborðið. Tafir á samningum kosti launafólk. Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst. Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“ Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“
Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47