Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 13:25 Friðrik Jónsson vill mæta tímanlega við samningaborðið. Tafir á samningum kosti launafólk. Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst. Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“ Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“
Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47