Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 16:58 Þeim hjónum Guðrúnu Ó og Sólbjörgu Laufey, þykir misskilningurinn bæði kómískur og alvarlegur í senn. Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær. „Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
„Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira