Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2022 11:24 Úkraínskur hermaður í Kherson fyrr í mánuðinum. Getty/Wojciech Grzedzinski Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. Í yfirlýsingu frá yfirmönnum úkraínska hersins í suðurhluta landsins segir að árásir hafi verið gerðar í nokkrum stöðum á víglínunni í Kherson og að hermenn hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa. Það hefur þó ekki verið staðfest þar sem stutt er síðan gagnárásirnar hófust. The Armed Forces of Ukraine have breached the occupiers' first line of defence near Kherson. They believe that Ukraine has a real chance to get back its occupied territories, especially considering the very successful use of Western weapons by the Ukrainian army.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) August 29, 2022 Undirbúningur fyrir gagnárás Úkraínumanna í suðri hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Hann hefur einkennst af manna- og hergagnaflutningum samhliða árásum Úkraínumanna á bakvið víglínurnar. Árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa í Kherson og á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þá hafa Úkraínumenn einnig gert árásir á brýr og lestarteina til að gera Rússum erfiðara um að flytja menn og birgðir um svæðið. Úkraínumenn eru sagðir hafa beitt svokölluðum HIMARS-eldflaugakerfum og árásum skæruliða og sérsveita til að grafa undan hersveitum Rússa í héraðinu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur litlum árangri skilað á undanförnum vikum eða allt frá því borgin Lysychansk í Luhansk-héraði féll í hendur Rússa. Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli frá því innrásin hófst fyrir hálfu ári síðan. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf nýverið út þá skipun að fjölga ætti rússneskum hermönnum um 137 þúsund fyrir lok þessa árs. Engar formlegar útskýringar á skipun Pútíns um stækkun hersins hafa verið gefnar af yfirvöldum í Rússlandi. Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því fyrr í mánuðinum að talið væri að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í átökunum í Úkraínu. Sjá einnig: Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Jim Sciutto, fréttamaður CNN, hefur eftir bandarískum embættismönnum að hersveitir Rússa í Kherson séu margar verulega undirmannaðar. Sumar séu jafnvel skipaðar helmingi þeirra hermanna sem eiga að vera í þeim. 4/ The official said many of the existing units -- which Russia organizes into Battlefield Tactical Groups, or BTGs, comprising infantry, tanks, artillery and air defense -- are deploying below strength, some even at half their normal manpower.— Jim Sciutto (@jimsciutto) August 29, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. 29. ágúst 2022 06:36 Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. 26. ágúst 2022 09:10 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Í yfirlýsingu frá yfirmönnum úkraínska hersins í suðurhluta landsins segir að árásir hafi verið gerðar í nokkrum stöðum á víglínunni í Kherson og að hermenn hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa. Það hefur þó ekki verið staðfest þar sem stutt er síðan gagnárásirnar hófust. The Armed Forces of Ukraine have breached the occupiers' first line of defence near Kherson. They believe that Ukraine has a real chance to get back its occupied territories, especially considering the very successful use of Western weapons by the Ukrainian army.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) August 29, 2022 Undirbúningur fyrir gagnárás Úkraínumanna í suðri hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Hann hefur einkennst af manna- og hergagnaflutningum samhliða árásum Úkraínumanna á bakvið víglínurnar. Árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa í Kherson og á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þá hafa Úkraínumenn einnig gert árásir á brýr og lestarteina til að gera Rússum erfiðara um að flytja menn og birgðir um svæðið. Úkraínumenn eru sagðir hafa beitt svokölluðum HIMARS-eldflaugakerfum og árásum skæruliða og sérsveita til að grafa undan hersveitum Rússa í héraðinu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur litlum árangri skilað á undanförnum vikum eða allt frá því borgin Lysychansk í Luhansk-héraði féll í hendur Rússa. Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli frá því innrásin hófst fyrir hálfu ári síðan. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf nýverið út þá skipun að fjölga ætti rússneskum hermönnum um 137 þúsund fyrir lok þessa árs. Engar formlegar útskýringar á skipun Pútíns um stækkun hersins hafa verið gefnar af yfirvöldum í Rússlandi. Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því fyrr í mánuðinum að talið væri að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í átökunum í Úkraínu. Sjá einnig: Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Jim Sciutto, fréttamaður CNN, hefur eftir bandarískum embættismönnum að hersveitir Rússa í Kherson séu margar verulega undirmannaðar. Sumar séu jafnvel skipaðar helmingi þeirra hermanna sem eiga að vera í þeim. 4/ The official said many of the existing units -- which Russia organizes into Battlefield Tactical Groups, or BTGs, comprising infantry, tanks, artillery and air defense -- are deploying below strength, some even at half their normal manpower.— Jim Sciutto (@jimsciutto) August 29, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. 29. ágúst 2022 06:36 Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. 26. ágúst 2022 09:10 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. 29. ágúst 2022 06:36
Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. 26. ágúst 2022 09:10
Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22
Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23