Svona panta Akureyringar kvöldmat frá veitingastað í Reykjavík Elísabet Inga Sigurðardóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 28. ágúst 2022 07:01 Akureyringar hafa tekið upp á því að panta kvöldmat frá veitingastað í Reykjavík. Ævintýralegt ferli var sýnt í kvöldfréttum. vísir Íbúar á Akureyri hafa tekið upp á því að panta heitan kvöldmat alla leið frá veitingastað í Reykjavík, en hvernig getur það gengið upp? Fréttastofa komst að því. Símtalinu, sem heyrist í sjónvarpsfréttinni, var svarað frá Ármúla í Reykjavík og er ekki það fyrsta þar sem íbúi á Akureyri pantar mat frá borginni. Lausnamiðaður fastakúnni Allt hófst þetta þegar fastakúnni veitingastaðarins Bombay Bazaar flutti norður á Akureyri og spurði hvort það væri nokkuð mikið mál að fá kvöldmatinn heimsendan. „Og ég hugsaði: 500 kílómetrar á milli, bíddu hvernig ætlaru að fara að því? Hann sagði að það væri sniðugt að senda matinn með flugi og ég hugsaði: Já afhverju ekki? Auðvitað. Þannig við pökkuðum fyrir hann og mættum með pakkann upp á völl og það var ekki dýrt, liggur við ódýrara en að panta upp í Árbæ eða Breiðholt,“ sagði Ágúst Reynir Þorsteinsson, eigandi fjölskyldufyrirtækisins Bombay Bazaar. Hjónin Ágúst og Kittý eiga veitingastaðinn Bombay Bazaar.vísir Heimsendingin gekk vel og það fór að spyrjast út að þetta væri möguleiki. „Og fleiri fóru að biðja um „take away“ til Akureyrar þannig við vorum í skýjunum með þetta, að fá auka kúnnahóp sem var kannski ekki alveg í kortunum að fara að senda en þetta hefur virkað rosa vel og við erum búin að vera að gera þetta svona öðru hvoru. Ég segi ekki að þetta sé okkar aðal starfsemi en þetta er skemmtilegt, mjög skemmtilegt.“ Segir auðvelt að hita indverskan mat upp Ágúst segir að indverskur matur ferðist vel, maturinn haldist nánast heitur yfir hundruði kílómetra og að auðvelt sé að hita hann upp eftir flugferðina. Veitingastaðurinn er í Ármúla í Reykjavík en maturinn þaðan er stundum borðaður á Akureyri.vísir Algengast sé að Akureyringar panti kvöldmatinn með síðdegisfluginu, enda mjög hentugt þar sem flugvélin tekur á loft frá Reykjavík rúmlega sex og maturinn því mættur norður klukkan sjö. Þannig flugáætlun Icelandair hentar ykkur vel? „Hún hentar okkur frábærlega, þú sérð að þetta er alvöru - að vera með flugvél í heimsendingu.“ Fréttastofa ákvað að prufa og okkar maður Tryggvi Páll pantaði sér mat norður á land. Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig matnum er komið fyrir á Reykjavíkurflugvelli. Skjótt skipast veður í lofti, rétt áður en Tryggvi lagði af stað út á Akureyrarflugvöll sá hann að búið var að seinka fluginu vegna veðurs. Klukkutíma síðar fór hann upp á völl og beið spakur. Þar til kvöldmaturinn var lentur, en fleiri sóttu mat upp á Akureyrarflugvöll. Arnar Grétarsson er einn þeirra sem hefur fengið kvöldmatinn sendan með flugi.vísir Þetta er kannski ekki stysta heimsendingin? „Nei þetta er með þeim lengri og maður fer ekki í þetta á hverjum degi, en virkilega gaman. Þú færð ekkert betra en þetta og það er þess virði að bíða eftir því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Hefuru gert þetta áður? „Þetta er í annað sinn sem ég fæ sendan mat frá þeim. Hann klikkaði ekki þá og ég á ekki von á öðru en að hann verði toppurinn í dag.“ Starfsfólk á Reykjavíkurflugvelli kemur matnum fyrir í flugvélinni.vísir Tryggvi Páll sótti sinn mat og lagði af stað á skrifstofu Stöðvar 2 á Akureyri til að smakka. „Og þá er bara eitt eftir, athuga hvernig matnum líður eftir að hafa verið flogið, norður yfir heiðar með flugi alla leið frá Reykjavík. Nokkuð gott en mætti klárlega hita aðeins upp í örbylgjuofni sem kemur kannski ekki á óvart miðað við að fluginu var seinkað um rúman klukkutíma,“ sagði Tryggvi Páll með fullan munninn af mat. „Þú færð allt sem þú vilt“ Er þetta framtíðin? „Ég held það. Þú sérð að heimsendingarfyrirtækið AHA, sem við vinnum mjög mikið með, er byrjað að senda með drónum. Við tökum þetta aðeins lengra og erum að senda með flugvélum. Það eru ekki landamæri lengur, það er allt í boði. Það skiptir ekki máli hvar þú ert, þú færð allt sem þú vilt,“ sagði Ágúst. Matur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Akureyri Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Símtalinu, sem heyrist í sjónvarpsfréttinni, var svarað frá Ármúla í Reykjavík og er ekki það fyrsta þar sem íbúi á Akureyri pantar mat frá borginni. Lausnamiðaður fastakúnni Allt hófst þetta þegar fastakúnni veitingastaðarins Bombay Bazaar flutti norður á Akureyri og spurði hvort það væri nokkuð mikið mál að fá kvöldmatinn heimsendan. „Og ég hugsaði: 500 kílómetrar á milli, bíddu hvernig ætlaru að fara að því? Hann sagði að það væri sniðugt að senda matinn með flugi og ég hugsaði: Já afhverju ekki? Auðvitað. Þannig við pökkuðum fyrir hann og mættum með pakkann upp á völl og það var ekki dýrt, liggur við ódýrara en að panta upp í Árbæ eða Breiðholt,“ sagði Ágúst Reynir Þorsteinsson, eigandi fjölskyldufyrirtækisins Bombay Bazaar. Hjónin Ágúst og Kittý eiga veitingastaðinn Bombay Bazaar.vísir Heimsendingin gekk vel og það fór að spyrjast út að þetta væri möguleiki. „Og fleiri fóru að biðja um „take away“ til Akureyrar þannig við vorum í skýjunum með þetta, að fá auka kúnnahóp sem var kannski ekki alveg í kortunum að fara að senda en þetta hefur virkað rosa vel og við erum búin að vera að gera þetta svona öðru hvoru. Ég segi ekki að þetta sé okkar aðal starfsemi en þetta er skemmtilegt, mjög skemmtilegt.“ Segir auðvelt að hita indverskan mat upp Ágúst segir að indverskur matur ferðist vel, maturinn haldist nánast heitur yfir hundruði kílómetra og að auðvelt sé að hita hann upp eftir flugferðina. Veitingastaðurinn er í Ármúla í Reykjavík en maturinn þaðan er stundum borðaður á Akureyri.vísir Algengast sé að Akureyringar panti kvöldmatinn með síðdegisfluginu, enda mjög hentugt þar sem flugvélin tekur á loft frá Reykjavík rúmlega sex og maturinn því mættur norður klukkan sjö. Þannig flugáætlun Icelandair hentar ykkur vel? „Hún hentar okkur frábærlega, þú sérð að þetta er alvöru - að vera með flugvél í heimsendingu.“ Fréttastofa ákvað að prufa og okkar maður Tryggvi Páll pantaði sér mat norður á land. Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig matnum er komið fyrir á Reykjavíkurflugvelli. Skjótt skipast veður í lofti, rétt áður en Tryggvi lagði af stað út á Akureyrarflugvöll sá hann að búið var að seinka fluginu vegna veðurs. Klukkutíma síðar fór hann upp á völl og beið spakur. Þar til kvöldmaturinn var lentur, en fleiri sóttu mat upp á Akureyrarflugvöll. Arnar Grétarsson er einn þeirra sem hefur fengið kvöldmatinn sendan með flugi.vísir Þetta er kannski ekki stysta heimsendingin? „Nei þetta er með þeim lengri og maður fer ekki í þetta á hverjum degi, en virkilega gaman. Þú færð ekkert betra en þetta og það er þess virði að bíða eftir því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Hefuru gert þetta áður? „Þetta er í annað sinn sem ég fæ sendan mat frá þeim. Hann klikkaði ekki þá og ég á ekki von á öðru en að hann verði toppurinn í dag.“ Starfsfólk á Reykjavíkurflugvelli kemur matnum fyrir í flugvélinni.vísir Tryggvi Páll sótti sinn mat og lagði af stað á skrifstofu Stöðvar 2 á Akureyri til að smakka. „Og þá er bara eitt eftir, athuga hvernig matnum líður eftir að hafa verið flogið, norður yfir heiðar með flugi alla leið frá Reykjavík. Nokkuð gott en mætti klárlega hita aðeins upp í örbylgjuofni sem kemur kannski ekki á óvart miðað við að fluginu var seinkað um rúman klukkutíma,“ sagði Tryggvi Páll með fullan munninn af mat. „Þú færð allt sem þú vilt“ Er þetta framtíðin? „Ég held það. Þú sérð að heimsendingarfyrirtækið AHA, sem við vinnum mjög mikið með, er byrjað að senda með drónum. Við tökum þetta aðeins lengra og erum að senda með flugvélum. Það eru ekki landamæri lengur, það er allt í boði. Það skiptir ekki máli hvar þú ert, þú færð allt sem þú vilt,“ sagði Ágúst.
Matur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Akureyri Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira