Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 17:14 Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi í sumar. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrslu um Samkeppniseftirlitið að beiðni þingmanna sem telja samrunaferli of hægt. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf. Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni. Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni.
Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira