Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun