Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 20:08 Viktor hefur stórtapað á frestun tónleikanna. Vísir/Vésteinn Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor. Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor.
Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira