„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 12:01 Alexander spilaði í Þýskalandi frá 2003 til 2022 en var áður í fimm ár í Gróttu/KR, frá 1998 til 2003. Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr. Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira