Eyjamenn sigruðu Ragnarsmótið og heimamenn tóku þriðja sætið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 17:48 ÍBV bar sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handbolta. UMF Selfoss ÍBV bar sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handbolta sem fór fram á Selfossi í vikunni, en leikið var til úrslita í dag. Eyjamenn mættu Aftureldingu í úrslitum og unnu öruggan 13 marka sigur, 35-22. Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er á Selfossi til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára að aldri. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1989 og var þetta því í 33. skipti sem mótið er haldið. Úrslitaleikur ÍBV og Aftureldingar var nokkuð jafn framan af og Eyjamenn leiddu aðeins með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Eyjamenn skelltu hins vegar í lás á lokametrum leiksins og Afturelding skoraði aðeins eitt mark á seinustu 16 mínútum leiksins. Eyjamenn gengu á lagið og unnu að lokum öruggan 13 marka sigur, 35-22, og tryggðu sér um leið sigur á Ragnarsmótinu. Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk, en Árni Bragi Eyjólfsson dró vagninn í liði Aftureldingar og skoraði sex mörk. Í leiknum um þriðja sæti mótsins mættust heimamenn í Selfossi og Fram. Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 19-17, og náðu þriggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Selfyssingar snéru taflinu þó sér í vil og unnu að lokum sex marka sigur, 37-31. Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk, en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Fram með tólf stykki. Þá mættust Hörður og KA í leiknum um fimmta sæti þar sem Vestfirðingarnir höfðu betur, 34-31. KA-menn leiddu í hálfleik, 16-15, en Harðarmenn reyndust sterkari í síðari hálfleik og tryggðu sér fimmta sæti mótsins með þriggja marka sigri. Jón Ómar Gíslason skoraði tíu mörk í liði Harðar, en í liði KA var Einar Birgir Stefánsson markahæstur með sjö mörk. Handbolti UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er á Selfossi til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára að aldri. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1989 og var þetta því í 33. skipti sem mótið er haldið. Úrslitaleikur ÍBV og Aftureldingar var nokkuð jafn framan af og Eyjamenn leiddu aðeins með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Eyjamenn skelltu hins vegar í lás á lokametrum leiksins og Afturelding skoraði aðeins eitt mark á seinustu 16 mínútum leiksins. Eyjamenn gengu á lagið og unnu að lokum öruggan 13 marka sigur, 35-22, og tryggðu sér um leið sigur á Ragnarsmótinu. Rúnar Kárason var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk, en Árni Bragi Eyjólfsson dró vagninn í liði Aftureldingar og skoraði sex mörk. Í leiknum um þriðja sæti mótsins mættust heimamenn í Selfossi og Fram. Framarar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 19-17, og náðu þriggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Selfyssingar snéru taflinu þó sér í vil og unnu að lokum sex marka sigur, 37-31. Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk, en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Fram með tólf stykki. Þá mættust Hörður og KA í leiknum um fimmta sæti þar sem Vestfirðingarnir höfðu betur, 34-31. KA-menn leiddu í hálfleik, 16-15, en Harðarmenn reyndust sterkari í síðari hálfleik og tryggðu sér fimmta sæti mótsins með þriggja marka sigri. Jón Ómar Gíslason skoraði tíu mörk í liði Harðar, en í liði KA var Einar Birgir Stefánsson markahæstur með sjö mörk.
Handbolti UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira