Talar sex tungumál í Ólafsfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2022 09:03 Ida, segir mjög gott að búa í Ólafsfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira