Raunhæfar lausnir fyrir börn og foreldra í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 17. ágúst 2022 09:30 Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun