Hvað er mikilvægast fyrstu tvö ár barna? Erla Bára Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 19:31 Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Við umræður um vöntun á leikskólaplássi fyrir yngstu börnin þ.e.a.s. 12 mánaða börnin okkar þá fæ ég á tilfinninguna að talað sé um dósir í dósaverksmiðju en ekki lifandi einstaklinga með tilfinningar og þrár eftir öryggi í fangi foreldra sinna. Kæru foreldrar, börnin ykkar missa ekki af félagsþroska þó þau komist ekki á leikskóla 12 mánaða gömul. Það er vegna þess að þau hafa ekki færni til að mynda félagsþroska fyrr en eftir tveggja ára aldur. Kæru foreldrar, ég veit að flest ykkar elskið börnin ykkar skilyrðislaust, en munið að börn eru ekki búin að mynda geðtengsl fyrr en eftir tveggja ára aldur. Ekki eignast barn fyrr en þið hafið tíma til að gera það sem er best fyrir barnið ykkar en það er að vera með barninu fyrstu tvö ár lífs þeirra. Kæru foreldrar, ég vil benda ykkur á að lesa bækurnar eftir Sæunni Kjartansdóttir „Árin sem engin man“ og „Fyrstu 1000 dagarnir“. Þar eru helstu rannsóknir á þroska heila- og taugakerfisins teknar saman á góðan og skilvísan hátt og sýnir okkur hversu mikilvægt er fyrir börn að vera hjá sínum umönnunaraðilum fyrstu tvö árin. Kæru foreldrar, ef allir gerðu það fyrir börnin sín að vera með þeim fyrstu tvö ár lífs þeirra þá þarf ekki að byggja fleiri leikskóla og öll börn 24-30 mánaða myndu komast á leikskóla með vel menntuðum kennurum. Kæru stjórnmálamenn, til þess að þetta gangi upp þarf að lengja fæðingarorlofið í 24 mánuði eða veita foreldrum sem vilja og geta verið heima með börnin sín fyrstu tvö árin styrk sem næmi kostnaði við vistun barns á leikskóla. Við útreikning á þessari hugmynd bið ég vinsamlegast um að tekið sé inn í reikningsdæmið geðhagur barna og það sem mun sparast í heilbrigðiskerfinu ef öll börn fá að vera í samvistum með foreldrum sínum fyrstu tvö ár lífs síns. Það munu allir græða þegar upp er staðið og öllum líða vel. Höfundur er leikskólakennari með yfir 30 ára starfsreynslu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun