„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2022 18:00 Salman Rushdie. EPA/HAYOUNG JEON Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar. Nú hefur hinn grunaði, Hadi Matar, verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Rushdie er nú í öndunarvél á sjúkrahúsi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er hinn 75 ára gamli rithöfundur líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn, samkvæmt lögreglu en líkur eru þó leiddar að því að árásin tengist gamalli tilskipun fyrrverandi æðstaklerks Írans og er Matar sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Núverandi æðstiklerkur landsins lýsti tilskipuninni eitt sinn sem „byssukúlu“ sem myndi á endanum finna skotmark sitt. Hinn 75 ára gamli rithöfundur er talinn líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum.AP/Joshua Goodman Sagði líf sitt orðið „tiltölulega eðlilegt“ Í nýlegu viðtali við tímaritið Stern í Þýskalandi (áskriftarvefur), sagði Rushdie frá því að líf hans væri orðið „tiltölulega eðlilegt“, samkvæmt frétt Reuters. Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnismanni og sagði að það væri orðið svo langt síðan æðstiklerkur Írans sigaði ofstækismönnum á sig og þakkaði fyrir að internetið hefði ekki verið til á þessum tíma. Það var árið 1989, þegar Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Síðan þá hefur Rushdie að mestu verið í felum. Hann gekk undir dulnefninu Joseph Anton og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Eftir það fór hann þó áfram huldu höfði en árið 2007 fékk Rushdie heiðursriddaratign frá Elísabetu Bretadrottningu. Hann varð bandarískur ríkisborgari árið 2016 og hefur búið í New York-borg. Yfirvöld í Íran hafa ekki brugðist formlega við árásinni en þrátt fyrir það segir Reuters frá því að í írönskum dagblöðum harðlínumanna megi lesa greinar þar sem árásin á Rushdie er lofuð og árásarmanninum hrósað. Bjó í felum í níu ár Salman Rushdie fæddist í Mumbai á Indlandi árið 1947. Þegar hann var fjórtán ára gamall var hann sendur í skóla í Bretlandi og sótti seinna meir Kings College í Cambridge, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Hann gaf út bókin Grimus árið 1975. Á komandi árum jukust vinsældir hans og velgengni sem rithöfundur en árið 1988 gaf hann út bókina Söngvar Satans, hans fimmtu bók. Bókin inniheldur mikla undirtóna gagnrýni á íslamstrú, en Rushdie sjálfur hafði verið íslamstrúar á árum áður. Múslimar víða um heim brugðust gífurlega reiðir við bókinni og var hún fordæmd sem guðlast. Ráðamenn á Indlandi voru fyrstir til að banna bókina, Pakistanar voru næstir og svo fylgdu eftir mörg ríki Mið-Austurlanda og Suður-Afríka. Umfangsmikil mótmæli voru haldin víða um heim en minnst 45 manns dóu í mótmælunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árið 1991 var japanskur þýðandi bókarinnar stunginn til bana og sama ár réðst hnífamaður á ítalskan þýðanda. Árið 1993 var norskur útgefandi bókarinnar skotinn þrisvar sinnum en hann lifði af. Myndir af Ayatollah Khomeini og Ayatollah Ali Khamenei við bæinn Yaroun í Líbanon. Foreldrar Matar fluttu þaðan til Bandaríkjanna.AP/Mohammed Zaatari Khomeini dó árið 1989 en Ayatollah Ali Khamenei, núverandi leiðtogi Írans, hefur aldrei fellt tilskipun forvera síns úr gildi. Khamenei sagði eitt sinn að þrátt fyrir að Íran hefði hætt formlegum stuðningi við það að Rushdie væri réttdræpur árið 1998 hafi tilskipunin gegn honum verið „byssukúla sem mun ekki hvílast fyrr en hún hittir skotmark sitt.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði í vikunni íranskan hermann sem sakaður er um að hafa reynt að ráða menn til að myrða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak. Bandaríkin Bretland Íran Mál Salman Rushdie Fréttaskýringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar. Nú hefur hinn grunaði, Hadi Matar, verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Rushdie er nú í öndunarvél á sjúkrahúsi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er hinn 75 ára gamli rithöfundur líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn, samkvæmt lögreglu en líkur eru þó leiddar að því að árásin tengist gamalli tilskipun fyrrverandi æðstaklerks Írans og er Matar sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Núverandi æðstiklerkur landsins lýsti tilskipuninni eitt sinn sem „byssukúlu“ sem myndi á endanum finna skotmark sitt. Hinn 75 ára gamli rithöfundur er talinn líklegur til að missa annað augað. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum.AP/Joshua Goodman Sagði líf sitt orðið „tiltölulega eðlilegt“ Í nýlegu viðtali við tímaritið Stern í Þýskalandi (áskriftarvefur), sagði Rushdie frá því að líf hans væri orðið „tiltölulega eðlilegt“, samkvæmt frétt Reuters. Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnismanni og sagði að það væri orðið svo langt síðan æðstiklerkur Írans sigaði ofstækismönnum á sig og þakkaði fyrir að internetið hefði ekki verið til á þessum tíma. Það var árið 1989, þegar Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Síðan þá hefur Rushdie að mestu verið í felum. Hann gekk undir dulnefninu Joseph Anton og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Eftir það fór hann þó áfram huldu höfði en árið 2007 fékk Rushdie heiðursriddaratign frá Elísabetu Bretadrottningu. Hann varð bandarískur ríkisborgari árið 2016 og hefur búið í New York-borg. Yfirvöld í Íran hafa ekki brugðist formlega við árásinni en þrátt fyrir það segir Reuters frá því að í írönskum dagblöðum harðlínumanna megi lesa greinar þar sem árásin á Rushdie er lofuð og árásarmanninum hrósað. Bjó í felum í níu ár Salman Rushdie fæddist í Mumbai á Indlandi árið 1947. Þegar hann var fjórtán ára gamall var hann sendur í skóla í Bretlandi og sótti seinna meir Kings College í Cambridge, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Hann gaf út bókin Grimus árið 1975. Á komandi árum jukust vinsældir hans og velgengni sem rithöfundur en árið 1988 gaf hann út bókina Söngvar Satans, hans fimmtu bók. Bókin inniheldur mikla undirtóna gagnrýni á íslamstrú, en Rushdie sjálfur hafði verið íslamstrúar á árum áður. Múslimar víða um heim brugðust gífurlega reiðir við bókinni og var hún fordæmd sem guðlast. Ráðamenn á Indlandi voru fyrstir til að banna bókina, Pakistanar voru næstir og svo fylgdu eftir mörg ríki Mið-Austurlanda og Suður-Afríka. Umfangsmikil mótmæli voru haldin víða um heim en minnst 45 manns dóu í mótmælunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árið 1991 var japanskur þýðandi bókarinnar stunginn til bana og sama ár réðst hnífamaður á ítalskan þýðanda. Árið 1993 var norskur útgefandi bókarinnar skotinn þrisvar sinnum en hann lifði af. Myndir af Ayatollah Khomeini og Ayatollah Ali Khamenei við bæinn Yaroun í Líbanon. Foreldrar Matar fluttu þaðan til Bandaríkjanna.AP/Mohammed Zaatari Khomeini dó árið 1989 en Ayatollah Ali Khamenei, núverandi leiðtogi Írans, hefur aldrei fellt tilskipun forvera síns úr gildi. Khamenei sagði eitt sinn að þrátt fyrir að Íran hefði hætt formlegum stuðningi við það að Rushdie væri réttdræpur árið 1998 hafi tilskipunin gegn honum verið „byssukúla sem mun ekki hvílast fyrr en hún hittir skotmark sitt.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði í vikunni íranskan hermann sem sakaður er um að hafa reynt að ráða menn til að myrða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak.
Bandaríkin Bretland Íran Mál Salman Rushdie Fréttaskýringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira