Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Lúðvík Júliusson skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Persónuvernd Stjórnsýsla Netöryggi Lúðvík Júlíusson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar