Edda les sinn síðasta fréttatíma í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 11. ágúst 2022 08:00 Edda í fréttasettinu í Skaftahlíð. Edda Andrésdóttir hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í næstum þrjátíu ár en á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum. Á þeim tímapunkti hefur hún ákveðið að hætta að lesa fréttir en hún er ekki endilega hætt í fjölmiðlum. Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum.
Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“