Edda les sinn síðasta fréttatíma í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 11. ágúst 2022 08:00 Edda í fréttasettinu í Skaftahlíð. Edda Andrésdóttir hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í næstum þrjátíu ár en á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum. Á þeim tímapunkti hefur hún ákveðið að hætta að lesa fréttir en hún er ekki endilega hætt í fjölmiðlum. Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum.
Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira