Edda les sinn síðasta fréttatíma í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 11. ágúst 2022 08:00 Edda í fréttasettinu í Skaftahlíð. Edda Andrésdóttir hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í næstum þrjátíu ár en á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum. Á þeim tímapunkti hefur hún ákveðið að hætta að lesa fréttir en hún er ekki endilega hætt í fjölmiðlum. Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum.
Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels