Eiríkur Guðmundsson látinn Jakob Bjarnar skrifar 9. ágúst 2022 12:36 Útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson er látinn, aðeins 52 ára að aldri. Vísir/Vilhelm Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal. Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal.
Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira