Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2022 10:00 Viktor Sigurðsson er í burðarhlutverki hjá ÍR. vísir/elín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel. Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur og að nýliðarnir fari því rakleiðis aftur niður í Grill 66 deildina. ÍR-ingar voru sannkallað fallbyssufóður þegar þeir voru síðast í Olís-deildinni, tímabilið 2020-21. Þeir tefldu fram afar veikburða liði sem tapaði öllum 22 leikjum sínum og féll eins sannfærandi og hægt var. ÍR lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að vinna Kórdrengi og Fjölni í umspili. Eftir tímabilið hætti Kristinn Björgúlfsson sem þjálfari ÍR og Bjarni Fritzson tók aftur við því. Framundan eru spennandi tímar hjá ÍR enda er liðið komið með nýjan og glæsilegan heimavöll í Mjóddinni sem það byrjar að spila á í vetur. Ekki verður erfitt fyrir ÍR að gera betur en síðast þegar liðið var í Olís-deildinni en það er afar langsótt að það haldi sér uppi. Leikmannahópurinn er lakari en á síðasta tímabili enda verða þrír reyndustu og bestu menn liðsins á síðasta tímabili, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Andri Heimir Friðriksson og Kristján Orri Jóhannsson, ekki með í vetur. Reynsla þeirra og geta hefði hjálpað ÍR-ingum í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Með þá hefði von Breiðhyltinga að halda sér uppi verið veik en án þeirra er hún nánast engin. Gengi ÍR undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson gæti slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur.vísir/elín Dagur Sverrir Kristjánsson lék með ÍR síðast þegar liðið var í Olís-deildinni og blómstraði svo í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Þessi örvhenta skytta skoraði 130 mörk í tuttugu leikjum og var markahæsti leikmaður ÍR. Dagur þarf að taka enn eitt skref fram á við í vetur og allavega auka möguleika sína á að vera áfram í Olís-deildinni að ári, þótt ÍR verði líklegast ekki þar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Þær eru margar ÍR-hetjurnar sem gætu hjálpað liðinu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Ingimundur Ingimundarson er ein þeirra. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR í upphafi aldarinnar þegar liðið varð bikarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Ingimundur myndi styrkja ÍR í sókninni og ekki síst vörninni þar sem hann nýttist íslenska landsliðinu svo vel.
2021-22: B-deild (2. sæti) 2020-21: 12. sæti 2019-20: 6. sæti 2018-19: 7. sæti+8 liða úrslit 2017-18: 8. sæti+8-liða úrslit 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 3. sæti+undanúrslit 2013-14: 7. sæti+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+undanúrslit+bikarmeistari
Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV Úlfur Gunnar Kjartansson byrjaður aftur Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (úr láni) Farnir: Kristján Orri Jóhannsson hættur Andri Heimir Friðriksson hættur Ólafur Atli Malmquist Hulduson hættur Ingólfur Arnar Þorgeirsson hættur Egill Hjartarson til Stíf (Færeyjum) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla ÍR Reykjavík Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira