Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 10:25 Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. „Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
„Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira