Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2022 07:15 Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, var kátur að atkvæðagreiðslu lokinni. Samþykkt frumvarpsins er mikill sigur fyrir hann og Joe Biden Bandaríkjaforseta. AP/Lisa Mascaro Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Fjárfestingin nemur um 370 milljörðum Bandaríkjadala og miðar að því að gera Bandaríkjunum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, frá því sem var árið 2005. Lögin kveða einnig á um heimild til handa opinbera sjúkratryggingakerfinu Medicare til að semja beint við lyfjaframleiðendur og setja 2.000 dollara þak á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf. Atkvæði með og á móti frumvarpinu féllu eftir flokkslínum en það var samþykkt með 51 atkvæði gegn 50. Samþykkt laganna er mikill sigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en þó er um að ræða nokkuð útþynntar hugmyndir frá því sem lagt var upp með, þar sem taka þurfti út ákvæði um milljarða framlög til niðurgreiðslu barnagæslu og foreldraorlofs, sem og ákvæði er vörðuðu breytingar á skattalöggjöf repúblikana frá 2017. Þetta þurfti að gera til að tryggja atkvæði tveggja demókrata sem hafa verði til nokkurra vandræða fyrir flokkinn, þeirra Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona. Today, Senate Democrats voted to lower the cost of Rx drugs, health insurance, and energy all while reducing the deficit and making the richest corporations pay their fair share. I ran to make government work for working families again.That s what this bill does period.— President Biden (@POTUS) August 7, 2022 Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Fjárfestingin nemur um 370 milljörðum Bandaríkjadala og miðar að því að gera Bandaríkjunum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, frá því sem var árið 2005. Lögin kveða einnig á um heimild til handa opinbera sjúkratryggingakerfinu Medicare til að semja beint við lyfjaframleiðendur og setja 2.000 dollara þak á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf. Atkvæði með og á móti frumvarpinu féllu eftir flokkslínum en það var samþykkt með 51 atkvæði gegn 50. Samþykkt laganna er mikill sigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en þó er um að ræða nokkuð útþynntar hugmyndir frá því sem lagt var upp með, þar sem taka þurfti út ákvæði um milljarða framlög til niðurgreiðslu barnagæslu og foreldraorlofs, sem og ákvæði er vörðuðu breytingar á skattalöggjöf repúblikana frá 2017. Þetta þurfti að gera til að tryggja atkvæði tveggja demókrata sem hafa verði til nokkurra vandræða fyrir flokkinn, þeirra Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona. Today, Senate Democrats voted to lower the cost of Rx drugs, health insurance, and energy all while reducing the deficit and making the richest corporations pay their fair share. I ran to make government work for working families again.That s what this bill does period.— President Biden (@POTUS) August 7, 2022
Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira