Hinsegin fólk áhyggjufullt vegna bakslags Ellen Geirsdóttir Håkansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. ágúst 2022 21:16 Margt var í miðbænum í dag. T.h. Kitty Anderson og Róbert Bjargarson. Egill Aðalsteinsson/Vísir Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu. Gleðin ríkti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Hinsegindagar náðu hápunkti sínum með Gleðigöngunni. Hinsegin fólk fylkti liði að Hallgrímskirkju þar sem gangan hófst. Margir lýstu áhyggjum af bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Það sem má ekki gleymast er að öll mannréttindabarátta stendur saman þannig að það að komi bakslag komi hjá okkur getur mjög auðveldlega farið yfir í bakslag á konur og aðra hópa,“ segir Jóhann G. Thorarensen. Kitty Anderson formaður Instersex Íslands segist hafa fundið fyrir bakslagi í þjóðfélaginu hvað varðar málefni hinseginfólks og nú sé mikilvægara að hinseginsamfélagið komi saman en áður. Aðrir spyrja hvort samfélagið vilji ekki að allir séu hamingjusamir. „Þetta virkar bara svona, við komumst tvö skref áfram og eitt skref aftur svo bara halda áfram að berjast. Það eina sem við viljum er að allir séu hamingjusamir er það ekki,“ segir Róbert Bjargarson, faðir hinsegin barna. Söngkonan Sigga Beinteins segist hafa fundið fyrir samstöðu í dag og samstaðan sé með hinsegin fólki, hún segist vona að fordómarnir komi frá fáum einstaklingum sem vanti fræðslu. Hinsegin fólk hafi staðið sig vel í fræðslumálum. „Ég held að Íslendingar standi með hinseginsamfélaginu mjög vel eins og sást bara í dag,“ segir Sigga. Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6. ágúst 2022 18:20 Gleðin við völd í miðbænum Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf. 6. ágúst 2022 14:40 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Gleðin ríkti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Hinsegindagar náðu hápunkti sínum með Gleðigöngunni. Hinsegin fólk fylkti liði að Hallgrímskirkju þar sem gangan hófst. Margir lýstu áhyggjum af bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Það sem má ekki gleymast er að öll mannréttindabarátta stendur saman þannig að það að komi bakslag komi hjá okkur getur mjög auðveldlega farið yfir í bakslag á konur og aðra hópa,“ segir Jóhann G. Thorarensen. Kitty Anderson formaður Instersex Íslands segist hafa fundið fyrir bakslagi í þjóðfélaginu hvað varðar málefni hinseginfólks og nú sé mikilvægara að hinseginsamfélagið komi saman en áður. Aðrir spyrja hvort samfélagið vilji ekki að allir séu hamingjusamir. „Þetta virkar bara svona, við komumst tvö skref áfram og eitt skref aftur svo bara halda áfram að berjast. Það eina sem við viljum er að allir séu hamingjusamir er það ekki,“ segir Róbert Bjargarson, faðir hinsegin barna. Söngkonan Sigga Beinteins segist hafa fundið fyrir samstöðu í dag og samstaðan sé með hinsegin fólki, hún segist vona að fordómarnir komi frá fáum einstaklingum sem vanti fræðslu. Hinsegin fólk hafi staðið sig vel í fræðslumálum. „Ég held að Íslendingar standi með hinseginsamfélaginu mjög vel eins og sást bara í dag,“ segir Sigga.
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6. ágúst 2022 18:20 Gleðin við völd í miðbænum Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf. 6. ágúst 2022 14:40 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6. ágúst 2022 18:20
Gleðin við völd í miðbænum Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf. 6. ágúst 2022 14:40