Hinsegin fólk áhyggjufullt vegna bakslags Ellen Geirsdóttir Håkansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. ágúst 2022 21:16 Margt var í miðbænum í dag. T.h. Kitty Anderson og Róbert Bjargarson. Egill Aðalsteinsson/Vísir Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu. Gleðin ríkti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Hinsegindagar náðu hápunkti sínum með Gleðigöngunni. Hinsegin fólk fylkti liði að Hallgrímskirkju þar sem gangan hófst. Margir lýstu áhyggjum af bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Það sem má ekki gleymast er að öll mannréttindabarátta stendur saman þannig að það að komi bakslag komi hjá okkur getur mjög auðveldlega farið yfir í bakslag á konur og aðra hópa,“ segir Jóhann G. Thorarensen. Kitty Anderson formaður Instersex Íslands segist hafa fundið fyrir bakslagi í þjóðfélaginu hvað varðar málefni hinseginfólks og nú sé mikilvægara að hinseginsamfélagið komi saman en áður. Aðrir spyrja hvort samfélagið vilji ekki að allir séu hamingjusamir. „Þetta virkar bara svona, við komumst tvö skref áfram og eitt skref aftur svo bara halda áfram að berjast. Það eina sem við viljum er að allir séu hamingjusamir er það ekki,“ segir Róbert Bjargarson, faðir hinsegin barna. Söngkonan Sigga Beinteins segist hafa fundið fyrir samstöðu í dag og samstaðan sé með hinsegin fólki, hún segist vona að fordómarnir komi frá fáum einstaklingum sem vanti fræðslu. Hinsegin fólk hafi staðið sig vel í fræðslumálum. „Ég held að Íslendingar standi með hinseginsamfélaginu mjög vel eins og sást bara í dag,“ segir Sigga. Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6. ágúst 2022 18:20 Gleðin við völd í miðbænum Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf. 6. ágúst 2022 14:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Gleðin ríkti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Hinsegindagar náðu hápunkti sínum með Gleðigöngunni. Hinsegin fólk fylkti liði að Hallgrímskirkju þar sem gangan hófst. Margir lýstu áhyggjum af bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Það sem má ekki gleymast er að öll mannréttindabarátta stendur saman þannig að það að komi bakslag komi hjá okkur getur mjög auðveldlega farið yfir í bakslag á konur og aðra hópa,“ segir Jóhann G. Thorarensen. Kitty Anderson formaður Instersex Íslands segist hafa fundið fyrir bakslagi í þjóðfélaginu hvað varðar málefni hinseginfólks og nú sé mikilvægara að hinseginsamfélagið komi saman en áður. Aðrir spyrja hvort samfélagið vilji ekki að allir séu hamingjusamir. „Þetta virkar bara svona, við komumst tvö skref áfram og eitt skref aftur svo bara halda áfram að berjast. Það eina sem við viljum er að allir séu hamingjusamir er það ekki,“ segir Róbert Bjargarson, faðir hinsegin barna. Söngkonan Sigga Beinteins segist hafa fundið fyrir samstöðu í dag og samstaðan sé með hinsegin fólki, hún segist vona að fordómarnir komi frá fáum einstaklingum sem vanti fræðslu. Hinsegin fólk hafi staðið sig vel í fræðslumálum. „Ég held að Íslendingar standi með hinseginsamfélaginu mjög vel eins og sást bara í dag,“ segir Sigga.
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6. ágúst 2022 18:20 Gleðin við völd í miðbænum Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf. 6. ágúst 2022 14:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6. ágúst 2022 18:20
Gleðin við völd í miðbænum Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf. 6. ágúst 2022 14:40