Fiðla seld fyrir tvo milljarða króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Stradivarius-fiðla í eigu spænsku konungsfjölskyldunnar. Wikimedia Commons Fiðla sem smíðuð var fyrir rúmum 300 árum, var seld í sumar á uppboði fyrir andvirði tveggja milljarða íslenskra króna. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar. Japan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Eins og nærri má geta, var það Stradivarius-fiðla sem fór fyrir þessa stjarnfræðilega háu upphæð, en þær fiðlur hafa löngum verið drottningarnar í heimi fiðlanna. Fiðlan á sér merka sögu Fiðlan sú arna, gengur undir heitinu Da Vinci, hún var eitt sinn í eigu rússneska fiðlusnillingsins Toscha Seidel, hann lék t.a.m. á hana í kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Seidel keypti hana árið 1924 á 25.000 dali sem jafngilda um 400.000 dölum á núvirði, andvirði rúmlega 50 milljóna íslenskra króna. Seidel kenndi meðal annars Albert Einstein á þessa fiðlu. Fiðlan var í japanskri einkaeign þar til hún var seld á uppboðinu í sumar, hins vegar er ekki gefið upp hver hinn nýi eigandi fiðlunnar er. Leitt er líkum að því að fiðlan hafi verið keypt sem fjárfesting fremur en hljóðfæri til að spila á, og að hún verði geymd í öryggishólfi næstu ár eða áratugi þar sem enginn hefur gleði af henni. Fyrir áratug var önnur Stradivarius-fiðla, svokölluð Lady Blunt, seld fyrir enn hærri upphæð og enginn veit heldur hver keypti hana. Segir ekkert hljóðfæri svo verðmætt Cristina Bordas, tónlistarprófessor við Complutense-háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að þessar upphæðir stappi nærri brjálæði. Ekkert hljóðfæri sé svona mikils virði, fiðlurnar séu orðnar viðfang spákaupmennsku, líkt og gull og líkt við sjáum gerast með mörg af frægustu málverkum heims. Enginn veit með vissu hvers vegna Stradivarius-fiðlurnar eru enn þann dag í dag taldar bestu fiðlur sögunnar. Auðvitað hefur ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari verið listasmiður en það þarf fleira til. Á það hefur verið bent að í upphafi 18. aldar ríkti hin svokallaða Litla ísöld í Evrópu. Það hafði m.a. þau áhrif að tré uxu hægar, árhringir þeirra voru minni og viðurinn sem notaður var í fiðlusmíðina varð óvenju harðger. Líklegt að verðið fari enn hækkandi Talið er að ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari, sem var uppi frá 1644 til 1737, hafi smíðað um 1.000 hljóðfæri, fiðlur, hörpur, lágfiðlur og knéfiðlur um ævina og að 600 þeirra séu enn til. Það er því viðbúið að verðið fari hækkandi á næstu árum og áratugum, eftir því sem framboðið minnkar.
Japan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira