Gasmengun getur verið alvarlegt mál Snorri Másson skrifar 5. ágúst 2022 19:41 Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44