Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. nóvember 2025 12:02 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir börn í brottfararstöðinni ekki eiga að upplifa annað en eðlilegar aðstæður. Vísir/Anton Brink Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var lagt fyrir á Alþingi í gær. Frumvarpið tók örlitlum breytingum eftir samráðsferlið, þar sem fangavörðum var hent út og starfsfólk, ráðið af lögreglustjóra, kom inn í staðin. „Enginn á í sjálfu sér að þurfa að fara inn í þetta úrræði. Þetta er fyrir þann hóp sem hefur fengið synjun og ætlar ser ekki að virða ákvarðanir íslenskra stjórnvalda,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlagusdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Markmiðið óbreytt eftir samráð Í frumvarpinu er kveðið á um heimild starfsmanna til valdbeitingar. Ráðherra segir að þó að þarna sé nú kveðið á um starfsfólk en ekki fangaverði verði engin eðlisbreyting á starfi þeirra. „Það er ekki breyting á eðlinu og markmiðið er algjörlega óbreytt. Þar minni ég alltaf á að íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2010 verið skuldbundin að vera með brottfararstöð. Við erum eina Schengen-ríkið sem hefur það ekki undir höndum.“ Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gert athugasemdir við frumvarpið, til að mynda að þar myndu aðeins starfa fangaverðir. Þorbjörg segir að þarna verði líka annað starfsfólk, eins og heilbrigðisstarfsfólk. „Þetta er í grundvallaratriðum óbreytt en það er kannski verið að ná því fram að breyddin í starfsliðinu er meiri og því þótti óþarfi að nota þetta orð,“ segir Þorbjörg. Börn eigi að upplifa eðlilegar aðstæður Eins hafa verið gerðar athugasemdir við að börn verði vistuð í brottfararstöðinni. Það mun aðeins eiga við börn sem eru í fylgd, sem hingað til hafa verið skilin að frá foreldrum sínum. „Auðvitað er það langtum mýkri leið að leyfa fjölskyldum að vera saman þessa síðustu klukkutíma eða daga áður en þau fara af landi brott. Það verða þarna ákveðin fjölskyldurými þannig að lítið barn, sem er þarna með foreldrum sínum á ekki að upplifa annað en að það geti farið út að leika og sé í eðlilegum aðstæðum,“ segir Þorbjörg. Fjallað er um í frumvarpinu að ekki megi beita valdheimildum gegn börnum nema það sé nauðsynlegt. Hvenær er það nauðsynlegt? „Það er matskennt en það ætti þá kannski frekar við um unglinga. Þarna verðum við líka að horfa á hvernig frumvörp eru smíðuð og það er gert ráð fyrir öllum tilvikum. Við vitum að börn eru börn upp að átján ára aldri og maður getur hugsað þetta í samhengi við Stuðla og önnur úrræði, þar sem eru til valdbeitingarheimildir.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. 22. október 2025 13:30 Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2025 23:31 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var lagt fyrir á Alþingi í gær. Frumvarpið tók örlitlum breytingum eftir samráðsferlið, þar sem fangavörðum var hent út og starfsfólk, ráðið af lögreglustjóra, kom inn í staðin. „Enginn á í sjálfu sér að þurfa að fara inn í þetta úrræði. Þetta er fyrir þann hóp sem hefur fengið synjun og ætlar ser ekki að virða ákvarðanir íslenskra stjórnvalda,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlagusdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Markmiðið óbreytt eftir samráð Í frumvarpinu er kveðið á um heimild starfsmanna til valdbeitingar. Ráðherra segir að þó að þarna sé nú kveðið á um starfsfólk en ekki fangaverði verði engin eðlisbreyting á starfi þeirra. „Það er ekki breyting á eðlinu og markmiðið er algjörlega óbreytt. Þar minni ég alltaf á að íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2010 verið skuldbundin að vera með brottfararstöð. Við erum eina Schengen-ríkið sem hefur það ekki undir höndum.“ Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gert athugasemdir við frumvarpið, til að mynda að þar myndu aðeins starfa fangaverðir. Þorbjörg segir að þarna verði líka annað starfsfólk, eins og heilbrigðisstarfsfólk. „Þetta er í grundvallaratriðum óbreytt en það er kannski verið að ná því fram að breyddin í starfsliðinu er meiri og því þótti óþarfi að nota þetta orð,“ segir Þorbjörg. Börn eigi að upplifa eðlilegar aðstæður Eins hafa verið gerðar athugasemdir við að börn verði vistuð í brottfararstöðinni. Það mun aðeins eiga við börn sem eru í fylgd, sem hingað til hafa verið skilin að frá foreldrum sínum. „Auðvitað er það langtum mýkri leið að leyfa fjölskyldum að vera saman þessa síðustu klukkutíma eða daga áður en þau fara af landi brott. Það verða þarna ákveðin fjölskyldurými þannig að lítið barn, sem er þarna með foreldrum sínum á ekki að upplifa annað en að það geti farið út að leika og sé í eðlilegum aðstæðum,“ segir Þorbjörg. Fjallað er um í frumvarpinu að ekki megi beita valdheimildum gegn börnum nema það sé nauðsynlegt. Hvenær er það nauðsynlegt? „Það er matskennt en það ætti þá kannski frekar við um unglinga. Þarna verðum við líka að horfa á hvernig frumvörp eru smíðuð og það er gert ráð fyrir öllum tilvikum. Við vitum að börn eru börn upp að átján ára aldri og maður getur hugsað þetta í samhengi við Stuðla og önnur úrræði, þar sem eru til valdbeitingarheimildir.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. 22. október 2025 13:30 Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2025 23:31 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38
Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. 22. október 2025 13:30
Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2025 23:31