Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2025 14:03 Strætó er með fimmtán Yutong-rafmagnsvagna (t.h.) á sínum snærum. Jóhannes Rúnar, framkvæmdastjóri Strætó, (t.v.) segir framleiðandann lítið geta ráðskast með þá vegna þess að þeir séu af eldri gerð en vagnarnir í Skandinavíu. Vísir Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum. Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum.
Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira