Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 21:01 Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Vísir/Einar Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. Mannekla hefur verið viðvarandi innan heilbrigðiskerfisins lengi en formaður Læknafélags Íslands varaði á dögunum við neyðarástandi vegna skorts á læknum, þar á meðal heimilislæknum. Framkvæmdastjórar lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnun Norðurlands tóku undir þær áhyggjur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sögðu skort á nánast öllum starfsstöðum. Þannig er sömuleiðis staðan víðar. „Það er svona dálítil lægð í mönnun hjá okkur sem að fólk er farið að finna fyrir í rauninni út um allt land. Það hefur verið í langan tíma dálítið slæm staða úti á landi og núna í Reykjavík líka,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, um stöðu mála. Kristján Jónsson Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu frá árinu 2019 voru langflestir heimilislæknar á hvern íbúa í Portúgal, eða 283 á hverja hundrað þúsund. Fleiri lönd voru með yfir hundrað lækna á hverja hundrað þúsund íbúa, til að mynda Holland, Austurríki, Frakkland og Finnland. Á hinum enda skalans var staðan verst í Póllandi þar sem aðeins 42 læknar voru starfandi á hverja hundrað þúsund íbúa. Þá var staðan lítt skárri á Íslandi þar sem þeir eru aðeins sextíu á hverja hundrað þúsund og eru meðal þeirra fæstu í Evrópu. Kristján Jónsson Vandinn hér á landi er ekki nýr af nálinni en Margrét bendir á að margir heimilislæknar séu ýmist að nálgast eða komnir á eftirlaunaaldur. „Við erum náttúrulega ekkert mjög stór hópur til að byrja með, félagsmenn í Félagi íslenskra heimilislækna eru um 220 og það eru svona 160 til 170 sérfræðingar starfandi á landsvísu, þannig það að 30 eða 40 séu að komast á aldur svona á þessu bili er ansi stór partur af okkar hópi,“ segir Margrét. Margir finni fyrir kulnun Undanfarin ár hafi verið brugðist við því með því að efla sérnám og hefur það gengið vel en í haust verða rúmlega níutíu sérnámslæknar í heimilislækningum. „Ef okkur tekst að halda sérnáminu vinsælu og fólki í starfi á heilsugæslunni þá sjáum við fram á að vandamálið gæti leyst á næstu fimm til tíu árum. Það er hins vegar þannig að álagið er svo mikið að við finnum þreytumerki á sérnámslæknunum okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt könnun sem að Félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi fyrr á árinu hafði um þriðjungur sérnámslækna, sem og sérfræðinga, upplifað kulnunareinkenni oft eða mjög oft á síðustu tólf mánuðum. Kristján Jónsson Sé litið til staðsetningar upplifðu sérnámslæknar og sérfræðingar á landsbyggðinni oftar fyrir kulnunareinkennum heldur en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Innan einkageirans höfðu til samanburðar 55 prósent sjaldan eða aldrei fundið fyrir kulnunareinkennum. Kristján Jónsson „Það er það sem er stærsta vandamálið núna og helsta áhyggjuefnið er auðvitað að með þessu aukna álagi að þá missum við út þá sem eru ungir og ferskir og eru að mennta sig í að verða heimilislæknar, af því að álagið verði einfaldlega of mikið og þeir fælist frá og fari í eitthvað annað,“ segir Kolbrún. Vandinn einskorðist þó ekki við heimilislækna en til að mynda hefur ítrekað verið bent á vanda bráðamóttökunnar. Í þeim tilvikum hafi þó lausnin verið að beina fólki á heilsugæslurnar, sem gangi ekki lengur. Þá þurfi yfirvöld að hjálpa til, meðal annars með því að styrkja sérnámið, og endurskoða kerfið í heild sinni. „Ég held að það þurfi einhvern veginn að taka á hlutunum heildrænt, endurskoða hvað eigi að fara fram í grunnheilbrigðisþjónustu og hvað eigi að fara fram á öðrum stigum, og reyna að styðja við og efla þau grunnstig sem eru að skila mestu varðandi lífsgæði fólks,“ segir Margrét. Og koma þá í veg fyrir vítahring? „Nákvæmlega.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Mannekla hefur verið viðvarandi innan heilbrigðiskerfisins lengi en formaður Læknafélags Íslands varaði á dögunum við neyðarástandi vegna skorts á læknum, þar á meðal heimilislæknum. Framkvæmdastjórar lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnun Norðurlands tóku undir þær áhyggjur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sögðu skort á nánast öllum starfsstöðum. Þannig er sömuleiðis staðan víðar. „Það er svona dálítil lægð í mönnun hjá okkur sem að fólk er farið að finna fyrir í rauninni út um allt land. Það hefur verið í langan tíma dálítið slæm staða úti á landi og núna í Reykjavík líka,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, um stöðu mála. Kristján Jónsson Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu frá árinu 2019 voru langflestir heimilislæknar á hvern íbúa í Portúgal, eða 283 á hverja hundrað þúsund. Fleiri lönd voru með yfir hundrað lækna á hverja hundrað þúsund íbúa, til að mynda Holland, Austurríki, Frakkland og Finnland. Á hinum enda skalans var staðan verst í Póllandi þar sem aðeins 42 læknar voru starfandi á hverja hundrað þúsund íbúa. Þá var staðan lítt skárri á Íslandi þar sem þeir eru aðeins sextíu á hverja hundrað þúsund og eru meðal þeirra fæstu í Evrópu. Kristján Jónsson Vandinn hér á landi er ekki nýr af nálinni en Margrét bendir á að margir heimilislæknar séu ýmist að nálgast eða komnir á eftirlaunaaldur. „Við erum náttúrulega ekkert mjög stór hópur til að byrja með, félagsmenn í Félagi íslenskra heimilislækna eru um 220 og það eru svona 160 til 170 sérfræðingar starfandi á landsvísu, þannig það að 30 eða 40 séu að komast á aldur svona á þessu bili er ansi stór partur af okkar hópi,“ segir Margrét. Margir finni fyrir kulnun Undanfarin ár hafi verið brugðist við því með því að efla sérnám og hefur það gengið vel en í haust verða rúmlega níutíu sérnámslæknar í heimilislækningum. „Ef okkur tekst að halda sérnáminu vinsælu og fólki í starfi á heilsugæslunni þá sjáum við fram á að vandamálið gæti leyst á næstu fimm til tíu árum. Það er hins vegar þannig að álagið er svo mikið að við finnum þreytumerki á sérnámslæknunum okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt könnun sem að Félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi fyrr á árinu hafði um þriðjungur sérnámslækna, sem og sérfræðinga, upplifað kulnunareinkenni oft eða mjög oft á síðustu tólf mánuðum. Kristján Jónsson Sé litið til staðsetningar upplifðu sérnámslæknar og sérfræðingar á landsbyggðinni oftar fyrir kulnunareinkennum heldur en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Innan einkageirans höfðu til samanburðar 55 prósent sjaldan eða aldrei fundið fyrir kulnunareinkennum. Kristján Jónsson „Það er það sem er stærsta vandamálið núna og helsta áhyggjuefnið er auðvitað að með þessu aukna álagi að þá missum við út þá sem eru ungir og ferskir og eru að mennta sig í að verða heimilislæknar, af því að álagið verði einfaldlega of mikið og þeir fælist frá og fari í eitthvað annað,“ segir Kolbrún. Vandinn einskorðist þó ekki við heimilislækna en til að mynda hefur ítrekað verið bent á vanda bráðamóttökunnar. Í þeim tilvikum hafi þó lausnin verið að beina fólki á heilsugæslurnar, sem gangi ekki lengur. Þá þurfi yfirvöld að hjálpa til, meðal annars með því að styrkja sérnámið, og endurskoða kerfið í heild sinni. „Ég held að það þurfi einhvern veginn að taka á hlutunum heildrænt, endurskoða hvað eigi að fara fram í grunnheilbrigðisþjónustu og hvað eigi að fara fram á öðrum stigum, og reyna að styðja við og efla þau grunnstig sem eru að skila mestu varðandi lífsgæði fólks,“ segir Margrét. Og koma þá í veg fyrir vítahring? „Nákvæmlega.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira