Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“ Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“
Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira