Vaktin: Reykjanesið skelfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2022 10:22 Grannt er fylgst með gangi máli á Reykjanesi. Vísir/RAX Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra. Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi þótt að dregið hafi úr virkninni síðasta sólarhringinn miðað við síðustu daga. Rúmlega tvo þúsund skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Fjórir skjálftar mældust þrír að stærð eða stærri í nótt. Sá stærsti var 4,6 en hann varð á 2,7 kílómetra dýpi 3,4 kílómetrum Suðaustan Fagradalsfjalls. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist nokkuð víða, í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og austur að Selfossi. Veðurstofan gaf út í gær að niðurstöður rannsókna bendi til þess að kvikugangur undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða um einum kílómetra undir yfirborðinu. Líkur á eldgosi á svæðinu í kringum fjallið á næstu dögum eða vikum séu taldar verulegar. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars í fyrra þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Þá voru sérfræðingar kallaður út í nótt þegar ljósblossar í Fagradalsfjalli sáust á vefmyndavélum. Landhelgisgæslan var send til að kanna málið en í ljós kom að kviknað hafðu í mosa.. Engin merki eru um kviku á svæðinu. Í öðrum skjálftatengdum málum var litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult í gær. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar. stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð kl. 14:24 í gær. Er jarðskjálftavirkni umfram eðlilega bakgrunnsvirkni og er því fylgst náið með þróun mála þar. Fylgst verður með helstu skjálftavendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40