Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Sonur (lengst til vinstri) og dóttir (lengst til hægri) Lawrence Rudolph á leið í réttarsal þann 13. júlí síðastliðinn. Bæði hafa þau stutt föður sinn í málinu. Ap/David Zalubowski Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar. Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku. Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku.
Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06