Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Sonur (lengst til vinstri) og dóttir (lengst til hægri) Lawrence Rudolph á leið í réttarsal þann 13. júlí síðastliðinn. Bæði hafa þau stutt föður sinn í málinu. Ap/David Zalubowski Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar. Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku. Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Réttað var yfir Rudolph í Denver í Colorado og gæti hann átt yfir höfði sér hámarksrefsingu sem samsvarar lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Rudolph hélt fram sakleysi sínu og hefur einn verjenda hans hefur gefið út að niðurstöðunni verði áfrýjað. Málsvörnin byggði á því að eiginkona Rudolphs til 34 ára hafi skotið sjálfa sig þegar hún reyndi að pakka haglabyssunni niður í flýti, rétt fyrir heimferðina til Bandaríkjanna. Saksóknarar sögðu þetta ómögulegt þar sem skotsárið hafi komið frá byssu sem hafi verið í sextíu sentímetra til eins metra fjarlægð frá henni. Leiðsögumaður hjónanna sagði lögreglu að Rudolph hafi afhlaðið skammbyssuna daginn fyrir atvikið en sjálfur sagðist Rudolph ekki muna hvort hann hafi gert það. Eftir atvikið segist Rudolph hafa komið byssunni fyrir í bílskúrnum við heimkomuna til Bandaríkjanna þar sem hann hafi ekki viljað bera hana augum. Þegar hann hafi sett húsið á sölu árið 2018 hafi hann síðan tekið byssuna í sundur og greitt manni reiðufé til þess að flytja hana á brott með öðru rusli. Síðar hafi Rudolph komist að því að bandaríska alríkislögreglan væri að rannsaka dauðsfall eiginkonunnar. Ekki viljað deila auði sínum Hjónin voru við sportveiðar á sléttum þjóðgarðsins Kafue National Park þegar Bianca Rudolph varð fyrir skoti. Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Rudolph um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Rudolph hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu sinnar. Fréttastofa NBC greindi frá því í janúar að sami vinur hafi sagt að Rudolph hafi ekki viljað skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af fjármunum hans í sinn hlut við skilnaðinn. Þá hafi hann meðal annars gert breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku.
Bandaríkin Sambía Tengdar fréttir Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Myrti eiginkonuna til að hefja nýtt líf með viðhaldinu Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé. 15. janúar 2022 15:06