Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Eiður Þór Árnason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. ágúst 2022 18:10 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan (til vinstri), við komuna til landsins í dag. Ap/Utanríkisráðuneyti Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57
Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43
„Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01