Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2022 14:36 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði sitt fram í þinginu, að rannsókn og skýrsla um hina umdeildu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, væri á könnu ríkisendurskoðanda. Guðmundur Björgvin segir ýmislegt hafa valdið því að dregist hefur að ljúka skýrslunni. Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“ Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14