Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2022 15:40 Mannvitsbrekkur í brekkunni virtust hafa það útsetta markmið að lenda í veseni og tókst það er þeir réðust að tökumanni Rúv. Atvikið náðist auðvitað allt á mynband. skjáskot/RÚV Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu. Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira